Marcelo fyrrum leikmaður Lyon hefur stigið og fram og neitað fregnum sem L’Equipe setti fram í vikunni. Marcelo var settur til hliðar í ágúst á síðasta ári en félagið sagði ólíðandi hegðun vera ástæðuna.
Marcelo hafði byrjað fyrstu tvo leiki tímabilsins en var síðan settur til hliðar og hent í varaliðið.
L’Equipe sagði ástæðuna vera að Marcelo hefði rekið við af öllu afli í klefa liðsins og hlegið svo .
„Þökk sé L’Equipe þarf ég að koma aftur á Twitter til að hafna þessum sögum. Blaðamennska í dag er algjört grín,“ skrifar Marcelo.
Marcelo og Lyon komust að samkomulagi um að rifta samningi hans í janúar og gekk hann þá í raðir Bordeaux.
Thanks to @lequipe, after a long time, I have to come back to @Twitter to deny all the allegations. Journalism nowadays is a joke!
— Marcelo Guedes (@MarceloGuedes02) May 10, 2022