Liverpool og Real Madrid mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þann 28. maí. Leikið verður í París.
Dómarinn sem dæmir leikinn er Clement Turpin. Hann er franskur og hefur dæmt sjö leiki í Meistaradeildinni á þessari leiktíð.
Turpin hefur dæmt þrjá leiki hjá Liverpool áður. Enginn hefur tapast.
Þá var Frakkinn fjórði dómari er þessi lið mættust í úrslitaleik keppninnar árið 2018 í Kænugarði. Þá vann Real Madrid 3-1 á kvöldi sem stuðningsmenn Liverpool vilja líklega gleyma. Mohamed Salah fór meiddur af velli eftir viðskipti við Sergio Ramos eins og frægt er orðið.
Clement Turpin of France will referee #LFC Champions League final against Real Madrid later this month. He's previously officiated three Reds games, none of which have ended in defeat. He has also presided over four Real Madrid games which have all been won by the Spaniards 🔴
— Ian Doyle (@IanDoyleSport) May 11, 2022