Juventus og Inter mættust í úrslitaleik ítalska bikarsins í kvöld. Leikið var í Róm.
Nicolo Barella kom Inter yfir strax á 6. mínútu. Það reyndist eina mark fyrri hálfleiks.
Juventus sneri leiknum við á stuttum kafla snemma í seinni hálfleik. Fyrsta jafnaði Alex Sandro og svo kom Dusan Vlahovic þeim yfir.
Á 80. mínútu fékk Inter víti. Hakan Calhanoglu fór á punktinn og skoraði.
Staðan eftir venjulegan leiktíma var 2-2 og því farið í framlengingu.
Þar skoraði Ivan Perisic tvö mörk og tryggði Inter 4-2 sigur.
Inter er þar með ítalskur bikarmeistari.