Lengjudeildarlið Grindavíkur hefur fengið Kristófer Pál Viðarsson til liðs við sig frá Reyni Sandgerði. Félagið greinir frá þessu í kvöld.
Kristófer er 25 ára gamall vængmaður. Hann skrifar undir samning til ársins 2024.
Leikmaðurinn er uppalinn hjá Leikni F. en hefur einnig leikið fyrir Keflavík, Selfoss og Fylki, auk Reynis.
„Ég er mjög ánægður með að fá Kristófer Pál til okkar. Ég þekki hann aðeins frá því ég þjálfaði hann á Selfossi. Þetta er hæfileikaríkur strákur sem við vonum að muni stimpla sig inn hjá okkur í Grindavík,“ sagði Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Grindavíkur, við heimasíðu félagsins.