Leiknir og Víkingur gerðu markalaust jafntefli í Bestu deild karla í gær. Víkingar eru mjög ósáttir með Þorvald Árnason, dómara leiksins. Liðið vildi fá tvö víti, jafnvel þrjú, í leiknum og virtist hafa nokkuð til síns máls.
Rætt var um málið á Stúkunni á Stöð2 Sport eftir leikinn þar sem mistök Þorvaldar voru skoðuð.
„Þetta er klárt. Þetta er púra víti. Þorvaldur er á fínum stað og það er alveg ótrúlegt að hann flauti ekki,“ sagði Reynir Leósson, hinn sérfræðingur Stúkunnar í gær um það þegar Nikolaj Hansen vildi fá vítaspyrnu.
Atvikin má sjá hér að neðan.