Afturelding tók á móti Þór/KA í Bestu deild kvenna í dag.
Gestirnir byrjuðu afar vel og kom Sandra María Jessen þeim yfir strax á fyrstu mínútu.
Afturelding sótti í sig veðrið þegar leið á fyrri hálfleik og skömmu fyrir leikhlé jafnaði Kristín Þóra Birgisdóttir. Staðan í hálfleik var 1-1.
Arna Eiríksdóttir skoraði sigurmark leiksins fyrir Þór/KA þegar tæpar tíu mínútur lifðu leiks. Lokatölur 1-2. Svekkjandi fyrir nýliða Aftureldingar.
Þór/KA er með sex stig eftir þrjá leiki. Afturelding er enn án stiga.