fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
433Sport

Blaðamaður hefði dissað Söru og unnusta hennar með spurningu sinni – ,,Hún á ekki að þurfa svara þessari spurningu“

433
Laugardaginn 9. apríl 2022 07:00

Sara Björk missir úr hluta af undankeppninni vegna barneigna. © 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rætt var um mál sem kom upp í tengslum við blaðamannafund íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu í vikunni í Íþróttavikunni með Benna Bó sem sýnd var á föstudagskvöld á Hringbraut. Á blaðamannafundinum var Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður liðsins, sem sneri aftur í landsliðið eftir barnsburð, spurð að því hvar barnið hennar væri.

,,Sara Björk var spurð um guttann sinn Ragnar Frank á blaðamannafundi íslenska landsliðsins og ég var ekki alveg viss hvers vegna þessi reiði vegna spurningarinnar vaknaði upp,“ sagði Benedikt Bóas, umsjónarmaður Íþróttavikunnar.

,,Þannig að ég tók mig til og spurði kynjafræðikennara sem ég þekki út í þetta og fékk eftirfarandi svar:“

‘Í kynjakerfinu og rótgrónum hugmyndum eru það konur sem hugsa um börn. Þetta er sama og ef pabbi passar eða ef menn sinna börnum þá eru þeir að rústa foreldrageiminu. Ástæða til pirrings og svona rótgrónar hugmyndir um kynin og hlutverk þeirra sé ennþá jarðvegur spurningar og nálgun kynjanna, sama umræða og þriðju vaktar umræðan. ‘

,,Forsagan er sú að Sara var spurð að því hvar barnið væri og það er í góðum höndum pabba síns. Þetta hefur ábyggilega dýpri rætur en ég hef skilning á en mér finnst þetta líka bara diss á Árna Villhjálmsson, unnusta Söru,“ sagði Hörður Snævar Jónsson, einn af sérfræðingum þáttarins. ,,Að hann sé ekki í stakk búinn til þess að hugsa um barnið í tvær vikur.“

Albert Brynjar Ingason, hinn sérfræðingur þáttarins segir spurninguna vera diss á bæði Söru og Árna, unnusta hennar. ,,Hún á ekki að þurfa svara þessari spurningu og svo diss á Árna. Ef hún er ekki bara gert ráð fyrir því að pabbinn sé með barnið.“

Nánari umræðu um málið má sjá hér fyrir neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Telur að út af þessu rætist orðrómarnir um Albert ekki – „Ég held hann velji bara eitthvað annað“

Telur að út af þessu rætist orðrómarnir um Albert ekki – „Ég held hann velji bara eitthvað annað“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vill ólmur semja við manninn sem er að verða samningslaus

Vill ólmur semja við manninn sem er að verða samningslaus
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hrafnkell telur þetta ástæðuna fyrir að Íslendingar bregðist svona við

Hrafnkell telur þetta ástæðuna fyrir að Íslendingar bregðist svona við
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“
433Sport
Í gær

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær
433Sport
Í gær

Fyrrum markvörður Arsenal á leið til Chelsea?

Fyrrum markvörður Arsenal á leið til Chelsea?
Hide picture