Miðjumaðurinn Franck Kessie, sem leikið hefur með ítalska félaginu AC Milan frá árinu 2017 hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Barcelona. Þetta kemur fram í frétt á Guardian.
Samningur Kessie hjá AC Milan rennur út í sumar og gengur hann þá til liðs við Börsunga á frjálsri sölu. Fílabeinsstrendingurinn komst að munnlegu samkomulagi við Barcelona í síðustu viku en gengið var frá samningnum í dag. Von er á tilkynningu frá Barca innan tíðar.
Here we go. After verbal agreement reached days ago, Franck Kessié has signed as new Barcelona player until June 2026 – it’s gonna be four year deal, he joins as free agent from AC Milan. 🔵🔴 #FCB
Kessié will receive €6.5m net salary plus add-ons. Medical already completed. pic.twitter.com/9kFCIPJXn5
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 22, 2022
Í sömu frétt Guardian kemur fram að spænsku risarnir eru einnig með augastað á Raphinha, kantmanni Leeds United. Eins og staðan er í dag hafa engin samskipti verið á milli félagana en Barcelona hefur verið í samskiptum við Deco, umboðsmann Raphinha.
Joan Laporta, eigandi Barcelona, og Deco, fyrrum leikmaður Chelsea og Barcelona og umboðsmaður Raphinha eru nánir vinir.