fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
433Sport

Rangnick segir að leikmenn United verði að stefna að fjórða sæti

Ísak Gabríel Regal
Mánudaginn 14. febrúar 2022 18:33

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri Manchester United, segir að liðið geti ekki unnið meira afrek á þessu tímabili en að enda í fjórða sæti í ensku úrvalsdeildinni.

United tókst ekki að vinna Southampton um helgina þrátt fyrir að vera með forystuna þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Þetta var í fjórða skipti í síðustu sex leikjum sem United mistekst að vinna eftir að hafa leitt í hálfleik.

Jadon Sancho kom United yfir eftir rúman 20 mínútna leik en Che Adams skoraði jöfnunarmark Southampton í upphafi síðari hálfleiks og lokatölur 1-1 jafntefli.


Aðspurður hvort fjórða sæti væri nógu gott fyrir félag eins og Manchester United sagði Rangnick að það yrði að vera markmiðið á þessari leiktíð. „Eins og staðan er í dag þá þarf United að stefna að því. Ég held að það sé mesta afrek sem við getum unnið á tímabilinu,“ sagði Þjóðverjinn.

Svo er hitt að reyna að komast áfram í Meistaradeildinni. En markmiðið okkar í deildinni er að reyna að ná fjórða sæti.“

Rangnick segir einnig að það vanti upp á sjálfstraustið hjá leikmönnunum. „Það er augljóst að það hefur áhrif á hugarfar leikmannanna ef þeir eru 1-0 yfir í 11 af 13 leikjum og vinna aðeins helming þeirra og fá á sig jöfnunarmark í þremur leikjum í röð.

Þeir trúa því að þeir eigi að vera 2-0 eða 3-0 yfir þegar staðan er 1-1, það hefur áhrif á leikmennina. Við þurfum að vera betri í að skora annað eða þriðja markið og gera út um leikinn.

Ef okkur tekst það ekki þurfum við að vera agaðir. Þú skilur að það hefur áhrif á sjálfstraust leikmannanna. Það eina sem við getum gert núna er að ræða við þá einn í einu og útskýra þetta fyrir þeim.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Keyptur til City fyrir nokkrum mánuðum en vill burt – Telur loforð hafa verið svikin

Keyptur til City fyrir nokkrum mánuðum en vill burt – Telur loforð hafa verið svikin
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Slot tjáir sig um Salah og segir hann eðlilega ekki hafa verið ánægðan

Slot tjáir sig um Salah og segir hann eðlilega ekki hafa verið ánægðan
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vilja breyta þessari VAR reglu fyrir HM í sumar – Mætir mikilli mótstöðu

Vilja breyta þessari VAR reglu fyrir HM í sumar – Mætir mikilli mótstöðu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Völdu tíu flottustu myndirnar sem ein kynþokkafyllsta kona heims hefur birt

Völdu tíu flottustu myndirnar sem ein kynþokkafyllsta kona heims hefur birt
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Siggi Raggi mættur í áhugavert starf í Færeyjum

Siggi Raggi mættur í áhugavert starf í Færeyjum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Framhjáhöld og meint ofbeldi – Fagnaði 52 ára afmæli sínu um helgina en varð nýlega faðir í þriðja sinn

Framhjáhöld og meint ofbeldi – Fagnaði 52 ára afmæli sínu um helgina en varð nýlega faðir í þriðja sinn
433Sport
Í gær

United og Chelsea ætla í baráttu um vonarstjörnu Brasilíu

United og Chelsea ætla í baráttu um vonarstjörnu Brasilíu
433Sport
Í gær

Fékk ekki fyrirsagnirnar en var besti maður vallarins í gær

Fékk ekki fyrirsagnirnar en var besti maður vallarins í gær