fbpx
Þriðjudagur 21.júní 2022
433Sport

Langur rannsóknartími á máli Gylfa vekur upp spurningar – Sex mánuðir liðnir frá handtöku

433
Föstudaginn 21. janúar 2022 11:00

Gylfi Þór Sigurðsson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var það tilkynnt að knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Everton, yrði áfram laus gegn tryggingu næstu þrjá mánuðina en hann er sakaður um að hafa brotið kynferðislega á ólögráða einstaklingi.

Fréttablaðið segist hafa heimildir fyrir því að ákvörðun um framlengingu til þriggja mánaða í málinu hafi legið fyrir í nokkra daga. Það hafi aldrei komið til greina hjá yfirvöldum í Bretlandi að það yrði aðeins framlengt til þriggja daga líkt og talið var í fyrstu. Farbann yfir Gylfa hefur nú verið framlengt í þrígang.

Lögreglan ytra hefur gefið sér góðan tíma í rannsókn málsins sem hefur teygt anga sína yfir marga mánuði en í sambærilegu máli frá árinu 2015 sem varðaði annan knattspyrnumann tók rannsókn málsins aðeins sex vikur. Samkvæmt heimildum The Sun, er rannsókn málsins í höndum stóratvikadeildar lögreglunnar í Manchester.

Þann 16. júlí árið 2021 var Gylfi Þór handtekinn af lögreglunni í Manchester, grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Þegar að Gylfi hafði lokið við að gefa skýrslu hjá lögreglunni var honum sleppt lausum gegn tryggingu.

Daginn eftir, nánar tiltekið þann 17. júlí 2021 fóru sögusagnir að ganga á samfélagsmiðlum um að Gylfi hefði verið handtekinn. Gylfi var ekki hluti af leikmannahópi Everton sem lék æfingaleik þessa helgi. Samhliða því að Gylfi var handtekinn var gerð húsleit á heimili hans á Bretlandseyjum.

Tveimur dögum síðar birti enska úrvalsdeildarfélagið Everton yfirlýsingu á miðlum sínum þar sem félagið greindi frá því að einn leikmaður liðsins hefði verið settur í ótímabundið leyfi vegna lögreglurannsóknar. Um væri að ræða 31 árs gamlan leikmenn liðsins.

Fljótlega dróst Fabian Delph, annar miðjumaður liðsins inn í umræðuna á samfélagsmiðlum, margir bendluðu hann við að vera leikmaðurinn sem var handtekinn. Delph sendi hins vegar frá sér yfirlýsingu þar sem hann neitaði því að vera leikmaðurinn og í kjölfarið fékk Everton yfir sig mikla gagnrýni fyrir að hafa staðið svo illa að yfirlýsingunni að aðrir leikmenn liðsins sem voru ekki hlutaðeigandi voru dregnir inn í umræðuna.

Fabian Delph, leikmaður Everton

Þann 20. júlí var greint frá því í íslenskum fjölmiðlum að Gylfi Þór Sigurðsson væri leikmaðurinn sem hafði verið handtekinn en fjölmiðlar í Bretlandi hafa ekki nafngreint Gylfa sökum lagalegra ástæðna sem gilda úti.

Lítið fréttist af framgangi málsins næstu tæpar tvær vikur en þann 11. ágúst greindi lögreglan í Manchester frá því að mál Gylfa væri enn til rannsóknar hjá yfirvöldum ytra. Það varð ekkert úr því að Gylfi mætti fyrir dómara í ágúst en farbann yfir honum var framlengt til 16. október á þessum tíma.

Frá því að málið kom upp hefur Gylfi hvorki æft né spilað með Everton og þann 25. ágúst varð það ljóst að hann yrði ekki í landsliðshópi Íslands fyrir leiki liðsins í undankeppni HM 2022. Á blaðamannafundi fyrir verkefnið sagðist Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins ekki hafa rætt við Gylfa Þór síðan að hann var handtekinn. Gylfi hefur ekki leikið landsleik fyrir Ísland síðan að málið kom upp.

Arnar Þór Viðarsson. Mynd: Eyþór Árnason/Fréttablaðið

Það varð síðan endanlega staðfest þann 11. september í fyrra að Gylfi myndi ekki leika með Everton í ensku úrvalsdeildinni er hann var ekki valinn í endanlegan leikmannahóp liðsins fyrir fyrstu mánuði tímabilsins

Ákveðið var að Gylfi myndi ekki mæta fyrir dómara þann 16. október eins og áætlanir gerðu ráð fyrir, Farbann yfir honum var framlengt til 16. janúar árið 2022 þar sem að lögreglan í Manchester ákvað að halda rannsókn málsins áfram.

Fréttir gærdagsins gáfu það síðan til kynna að farbannið yfir Gylfa yrði framlengt um þrjá mánuði. Áætluð fyrirtaka í málinu er 17. apríl næstkomandi. Gylfi er enn laus gegn tryggingu.

Engar upplýsingar hafa fengist um það hvers eðils meint brot Gylfa er annað en að það sé kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi.

Gylfi er á samningi hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton en samningur hans þar rennur út í sumar.

Á sunnudaginn síðastliðinn var liðið hálft ár frá því að Gylfi Þór Sigurðsson var handtekinn af lögreglunni í Manchester.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leikmenn beri ekki síður ábyrgð og þurfi að stíga upp eftir komu Eiðs Smára – „Margir af þeim eru hálfgerðir bezzerwizzerar“

Leikmenn beri ekki síður ábyrgð og þurfi að stíga upp eftir komu Eiðs Smára – „Margir af þeim eru hálfgerðir bezzerwizzerar“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Horfðu á nýjasta markaþátt Lengjudeildarinnar hér

Horfðu á nýjasta markaþátt Lengjudeildarinnar hér
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Besta deildin: Blikar fóru illa með KA – Þrenna dugði ekki til gegn ÍBV

Besta deildin: Blikar fóru illa með KA – Þrenna dugði ekki til gegn ÍBV
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Jónatan Ingi skoraði í sigri Sogndal

Jónatan Ingi skoraði í sigri Sogndal
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Man Utd hyggst stela Martinez af Arsenal og er með ás uppi í erminni

Man Utd hyggst stela Martinez af Arsenal og er með ás uppi í erminni
433Sport
Í gær

Fínt fyrir íslenska liðið að mótinu hafi verið frestað – „Búnar að vaxa og verða betri“

Fínt fyrir íslenska liðið að mótinu hafi verið frestað – „Búnar að vaxa og verða betri“