fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Skellur hjá íslenska landsliðinu í Tyrklandi – Fátt um fína drætti

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 15. janúar 2022 12:57

Sveinn Aron Guðjohnsen. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland mætti Suður-Kóreu í vináttulandsleik í dag en leikið var í Tyrklandi.

Suður-Kóremunn voru töluvert betri en íslenska liðið í fyrri hálfleik. Guesung Cho kom Suður-Kóreu yfir þegar aðeins stundarfjórðungur var liðinn af leiknum. Tæpum tíu mínútum síðar fengu þeir víti eftir klaufalegt brot hjá Ara Leifssyni en Hákon Rafn varði spyrnuna.

Changhoon Kwon tvöfaldaði þó forystu þeirra á 26. mínútu og Seunho Paik skorað þriðja markið stuttu síðar.

Arnar Þór gerði þrjár breytingar í hálfleik og leit liðið betur út í byrjun seinni hálfleiks og náði liðið betra spili. Sveinn Aron Guðjohnsen minnkaði muninn á 54. mínútu og var þetta hans fyrsta landsliðsmark.

Suður-Kóreumenn náðu þó aftur stjórn á leiknum er Jingyu Kim skoraði fjórða markið og Jisung Eom bætti við því fimmta undir loks leiks. 5-1 tap Íslendinga því niðurstaðan hér í dag.

Ísland 1 – 5 Suður-Kórea
0-1 Guesung Cho (´15)
0-2 Changhoon Kwon (´26)
0-3 Seungho Paik (´28)
1-3 Sveinn Aron Guðjohnsen (´54)
1-4 Jingyu Kim (´70)
1-5 Jisung Eom (´85)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Efnilegur leikmaður frá FH í Val

Efnilegur leikmaður frá FH í Val
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Allt var klappað og klárt fyrir endurkomu Messi – Þá kom höggið

Allt var klappað og klárt fyrir endurkomu Messi – Þá kom höggið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Góð tíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal

Góð tíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingur að störfum á svakalegum leik í Meistaradeildinni í kvöld

Íslendingur að störfum á svakalegum leik í Meistaradeildinni í kvöld
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Neville lét leikmann United heyra það í beinni útsendingu

Neville lét leikmann United heyra það í beinni útsendingu
433Sport
Í gær

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina
433Sport
Í gær

Sendir frá sér yfirlýsingu eftir ótrúlegt atvik á Old Trafford í gær

Sendir frá sér yfirlýsingu eftir ótrúlegt atvik á Old Trafford í gær
433Sport
Í gær

Sprengju varpað úr herbúðum Real Madrid

Sprengju varpað úr herbúðum Real Madrid