fbpx
Föstudagur 22.október 2021
433Sport

Draumaland Arnars í Fossvogi: Hetjurnar kveðja innan tíðar – „Vonandi þurfa menn ekki að bíða í önnur þrjátíu ár“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 29. september 2021 08:59

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings svífur um á bleiku skýi þessa dagana eftir að félagið varð Íslandsmeistari í knattspyrnu á laugardag. Arnar er fyrsti þjálfarinn í 30 ár sem tekst að koma með þann stóra í Víkina. Eftir að hafa verið í fallbaráttu á síðasta ári snéri Víkingur taflinu við og vann deildina.

„Þetta hefur tekið smá tíma að sinka inn, ótrúlegur endasprettur á mögnuðu sumri. Við tóku tveir dagar af fagnaðarlátum en við getum ekki fagnað of lengi, það er hörkuleikur í bikarnum á laugardag gegn Vestra. Þetta snýst um það núna hvort leikmenn sé nógu hungraðir til að skrifa sig í sögubækurnar, ég tel að leikmenn séu það,“ sagði Arnar Gunnlaugsson í sjónvarpsþætti okkar á Hringbraut í gær.

Víkingur vann Leikin í lokaumferðinni á laugardag og tryggði sér þann stóra, óttaðist Arnar að spennustig leikmanna gæti orðið of hátt? „Þú telur að undirbúningur hafi verið mjög góður, þú veist aldrei hvað gerist þegar leikmenn mæta á svæðið og allt er undir. Við höfðum kynnst þessu aðeins árið 2019 í bikarnum, núna var allt undir. Dagurinn og vikan búin að byggjast upp í svaka spennu, ég hef samt sagt það oft að það er munur á spennu og stressi. Að halda góðu spennustigi er mjög jákvætt, góð orka sem kemur með því. Að missa það í stress er verra.“

„Það var augljóst hvað okkur langaði að skora snemma, við vorum flottir taktískt. Leiknir átti varla skot á markið allan leikinn, það var augljóst hvað okkur dauðlangaði að skora snemma. Það var þungu fargi létt þegar það kom og annað markið kom strax í kjölfarið.“

Stemmingin í Víkinni var ólýsanleg á laugardag og ljóst að þetta stóra félag er að vakna af værum blundi. „Þetta er stórt félag og ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég mætti á svæðið og sérstaklega í bikarúrslitum 2019. Þú sérð allan fjöldann mæta og það var ólýsanleg stemming um helgina. Það er kraftur í þessu félagi og vonandi þurfa menn ekki að bíða í önnur þrjátíu ár.

Skiljanleg umræða:

Víkingi var spáð um miðja deild fyrir tímabilið enda hafði sumarið 2020 verið erfitt, liðið vann aðeins þrjá deildarleiki og var í brasi. „Okkur var spáð sjöunda sæti og öll umræða var þannig að við værum ekkert í myndinni. Það var mjög skiljanlegt, ég var mjög sáttur við þá umræðu. Við ákváðum að taka ekki þátt í því að breyta henni, við vissum alveg ef við myndum komast á skrið þá gætum við gert eitthvað. Það kom mest á óvart hversu sterkur bekkurinn hjá okkur, það var gaman að líta á bekkinn og sjá 2-4 kosti til að sprengja upp leikinn. Það er mikilvægt að hafa leikmenn til taks. Þetta var ótrúlega lærdómsríkt sumar, um það hvernig á að búa til hóp. Það eru hópar sem vinna titla en ekki byrjunarliðið.“

Mynd/Anton Brink

Hetjan Ingvar tuðaði aldrei:

Ingvar Jónsson var ein af hetjum Víkinga þegar líða tók á mótið, þessi magnaði markvörður þurfti hins vegar að sitja bekknum stóran hluta af mótinu. Í aðdraganda mótsins meiddist Ingvar og Þórður Ingason steig upp og spilaði frábærlega framan af sumri.

„Ingvar gerði mér ótrúlega auðvelt fyrir, hann var fagmannlegur. Leikmenn vita alltaf innst inni þegar þeir eru ekki að spila, ég veit að þeir hitta vini, kunningja, pabba, afa og ömmu sem tala um af hverju þeir eru ekki að spila og taka undir einhverja vitleysu. Innst inni vita þeir alveg af hverju þeir eru ekki að spila, Ingvar vissi það alveg. Þórður hafði verið mjög góður, hann var að vinna stig fyrir okkur. Ingvar beið rólegur, hann nöldaði aldrei og var rólegur. Hann kom aldrei inn á skrifstofu til mín að spjalla um af hverju hann væri ekki að spila. Hann tók svo tækifærið sitt og tölfræðin hans í síðustu leikjum er ótrúleg, þetta voru allt sigrar 18 mörk skoruð og þrjú á sig, tók tvö víti. Þórður var fagmannlegur þá, þetta var einstakt sumar.“

„Leikurinn á móti KR; leikurinn á móti FH þar sem við vorum að ströggla. Þar bjargar Ingvar okkur, ég held að hann hafi fundið sömu tilfinningu og 2014 þegar Stjarnan vann. Þá var hann underdog og allir töluðu um FH, nú voru allir að tala um Breiðablik. Það má segja að við höfum læðst bakdyramegin en Blikarnir vissu alltaf af okkur, í lokin snerist þetta um úrslitaleikina.“

Víkingur vann KR á útivelli í næst síðustu umferð, dramatíkin var ótrúleg þar sem Ingvar varði vítaspyrnu í uppbótartíma og Víkingur var með níu fingur á titlinum. „Ég kíkti aftur KR á leikinn í gær, lokamínúturnar og hef gert það reglulega síðustu daga. Ég er alltaf að bíða eftir því að Ingvar verji ekki vítið, þetta var einstakt. Þú sérð ekki svona oft, þetta eru stundir sem allir tala um. Þú fannst umræðuna eftir leik og þetta gaf liðinu okkar að við vorum aldrei að fara að tapa gegn Leikni. Þetta var ógleymanlegur dagur, fögnuðurinn þar var þannig að menn misstu sig aðeins. “

Mynd/Anton Brink

Markaðsvara og skemmtanaiðnaður:

Arnar er sá þjálfari sem knattspyrnuáhugafólk vill hlusta, heiðarlegur og talar beint frá hjartanu. „Hinn almenni fótboltaáhugamaður á það bara skilið, hann er miklu gáfaðri en margur heldur um leikinn sjálfan. Það er ekkert hægt að bulla bara, mig langar að vera svona. Ég man þegar ég var að fylgjast vel með sem ég geri auðvitað enn að það pirraði mig þegar þjálfarar gáfu ekkert af sér. Þetta er hluti af leiknum, þetta er markaðsvara og skemmtanaiðnaður. Það er enginn að tala um að þjálfarar þurfi að breyta sýnum karakter, ég hef mjög gaman af Þorvaldi Örlygssyni og þeim sem eru þeir sjálfir. Þú verður að gefa af þér,“

Arnar var svo beðinn um að segja frá því hvað gerir hann að þessum frábæra þjálfara. „Ég er góður að taka fleiri réttar ákvarðanir en rangar, það er bara þannig. Í sumar gekk það eftir, bentu mér á þjálfara sem tekur alltaf rangar ákvarðanir og segðu mér að hann sé góður. Ég tel mig hafa ágætis vit á fótbolta og á seinni árum þá getur þú talað við leikmenn og þeir skilja þig. Ég held að enginn efist um að Maradona og þeir kallar vita mest um fótbolta í hausnum á sér en svo er það hvernig þú ert að koma því frá þér, það lærist bara með árunum. Ég var ekki nægilega sterkur með ÍA í gamla daga þegar ég og Bjarki vorum með liðið.“

Mynd/Anton Brink

Kóngarnir í Víkinni:

Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen ætla að leggja skóna á hilluna þegar Víkingur lýkur leik í bikarnum, tveir ótrúlegir karakterar sem hafa átt magnaðan feril en kveðja nú knattspyrnuvöllinn innan tíðar.. „Þeir voru mér ótrúlega hliðhollir, eldri leikmenn og hafa spilað leikinn lengi. Það hefði verið auðvelt fyrir þá að fara í að baktala menn í klefanum. Þeir eru ótrúlega hliðhollir, þeir hafa eflaust á einhverjum tímapunkti hugsað að við værum að fara af sporinu en ég fann það aldrei í samtölum eða á fundum. Ég fann það aldrei að þeir væru að grafa undan mér, það verður áskorun fyrir klúbbinn að finna leikmenn í þeirra stað. Ekki bara á vellinum heldur í klefanum.“

Kári sem verður 39 ára gamall í október gerði nýjan samning fyrir tímabilið, margir á þessum aldri hefðu lagt skóna á hilluna eftir frábært sumar. „Ég man eftir þessum blaðamannafundi líka, að hafa þennan viljastyrk á þessum aldri sérstaklega þegar það er snjókoma fyrir utan gluggann. Þeir æfa af krafti en þegar þeir þurfa þá taka þeir sér frí frá æfingum, það voru augnablik í vetur eins og gegn Keflavík í Lengjubikarnum þar sem Sölvi kemur inn í hálftíma. Það var einhver versta innkoma sem maður hefur séð, við hlæjum af því í dag. Svo var fyrsti leikur sex vikum seinna gegn Keflavík og þá var hann maður leiksins, þessir karakter hætta aldrei að koma manni á óvart.“

Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þjarmaði að Ingvari sem gerði upp á milli Heimis Hallgríms og Arnars

Þjarmaði að Ingvari sem gerði upp á milli Heimis Hallgríms og Arnars
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Íslendingur breytti 120 krónum í milljón

Íslendingur breytti 120 krónum í milljón
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Jack Wilshere hefði getað farið til Derby í sumar – „Ég talaði við Rooney“

Jack Wilshere hefði getað farið til Derby í sumar – „Ég talaði við Rooney“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eigendur Newcastle í viðræðum við Paulo Fonseca – Eddie Howe og Roberto Martinez einnig orðaðir við félagið

Eigendur Newcastle í viðræðum við Paulo Fonseca – Eddie Howe og Roberto Martinez einnig orðaðir við félagið
433Sport
Í gær

Meint ástkona Icardi stígur fram: Sakar hann um lygar eftir að eiginkonan sagði hann hafa haldið framhjá sér – Lífið mun sjá um þessar litlu tíkur

Meint ástkona Icardi stígur fram: Sakar hann um lygar eftir að eiginkonan sagði hann hafa haldið framhjá sér – Lífið mun sjá um þessar litlu tíkur
433Sport
Í gær

53 milljón króna Rolls Royce bifreið Pogba slapp ósködduð – Var nokkrum metrum frá stórtjóni

53 milljón króna Rolls Royce bifreið Pogba slapp ósködduð – Var nokkrum metrum frá stórtjóni
433Sport
Í gær

Segir einn leikmann íslenska landsliðsins vera á vörum allra í Danmörku – ,,Hann er góður knattspyrnumaður en klikkaður“

Segir einn leikmann íslenska landsliðsins vera á vörum allra í Danmörku – ,,Hann er góður knattspyrnumaður en klikkaður“
433Sport
Í gær

Þjálfari Bayern fluttur til Þýskalands með sjúkraflugvél

Þjálfari Bayern fluttur til Þýskalands með sjúkraflugvél