fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
433Sport

Messi í krísu í París og vandamálin eru mörg – Er meðal annars með heimþrá

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 22. september 2021 08:37

Lionel Messi grét á blaðamannafundi er hann kvaddi Barcelona. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur ekkert gengið hjá Lionel Messi frá því að hann gekk í raðir PSG frá Barcelona. Einn besti knattspyrnumaður sögunnar hefur ekki enn fundið taktinn.

Messi kom á frjálsri sölu frá Barcelona þar sem hann hafði verið allan sinn feril. Messi vildi hins vegar ekkert fara, aðeins fjárhagsvandræði Barcelona urðu til þess.

Franskir miðlar hafa tekið saman þau vandamál sem Messi er að glíma við.

Persónulega lífið:

Þrátt fyrir að hafa komið til Parísar í ágúst er Messi og fjölskylda enn að leita að heimili. Fjölskyldan dvelur á hóteli og hefur gert í mánuð.

Messi og eiginkona hans hafa skoðað fjöldann af fasteignum en ekki fundið þá einu réttu.

Messi skoðaði þetta hús en eigandinn hækkaði verðið um leið og hann vissi hver var að skoða.

Ekki lengur kóngurinn

Messi þekkir ekkert annað en að vera kóngurinn í liðinu en nú virðist það hafa breyst. Neymar og Kylian Mbappe fá meira traust í upphafi tímaibls.

Það sást best þegar liðinu vantaði mark gegn Lyon, Messi var tekinn af velli fyrir hægri bakvörðinn Achraf Hakimi.

Meiðsli:

Messi mætti til PSG í lélegu formi og er að vinna í því, nú er hann hins vegar meiddur og óvíst er hvort hann geti spilað næstu leiki.

. Mynd/Getty

Heimþrá:

Eftir að hafa búið í Barcelona stærstan hluta ævi sinnar er Messi sagður sakna heimahaganna. Hann talaði mikið um það þegar hann yfirgaf Barcelona að borgin væri heimili hans og hann ætti eftir að sakna þess að búa ekki í borginni.

Cristiano Ronaldo:

Messi og Ronaldo hafa verið í persónulegri keppni í mörg ár og nú hallar á Messi. Á meðan Ronaldo raðar inn mörkum á Englandi er Messi í vandræðum í Frakklandi. Eftir hvert einasta mark Ronaldo fær Messi að finna fyrir því á samfélagsmiðlum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þessir eru líklegastir til að taka við United í sumar ef Ten Hag verður rekinn

Þessir eru líklegastir til að taka við United í sumar ef Ten Hag verður rekinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Af hverju var Glazer að funda með þessum manni í London í gær?

Af hverju var Glazer að funda með þessum manni í London í gær?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Besta deild kvenna: Nýliðar Víkings fara vel af stað – Blikar með sannfærandi sigur

Besta deild kvenna: Nýliðar Víkings fara vel af stað – Blikar með sannfærandi sigur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Agli finnst auglýsingarnar hallærislegar – Faðir leikmanns hjá KR lét ljót orð falla en eyddi ummælum sínum

Agli finnst auglýsingarnar hallærislegar – Faðir leikmanns hjá KR lét ljót orð falla en eyddi ummælum sínum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Kristján segir dómara landsins skíthrædda við Víkinga – „Þetta er bara galið“

Kristján segir dómara landsins skíthrædda við Víkinga – „Þetta er bara galið“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Glugganum skellt í lás á miðvikudagskvöld

Glugganum skellt í lás á miðvikudagskvöld
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir að konur eigi að samþykkja að haldið sé framhjá þeim – „Í flestum tilfellum eiga þær varla annað skilið“

Segir að konur eigi að samþykkja að haldið sé framhjá þeim – „Í flestum tilfellum eiga þær varla annað skilið“
433Sport
Í gær

Staðfest hvenær bikarúrslitaleikurinn milli City og United fer fram og ekki eru allir sáttir – Þetta er ástæðan fyrir leiktímanum

Staðfest hvenær bikarúrslitaleikurinn milli City og United fer fram og ekki eru allir sáttir – Þetta er ástæðan fyrir leiktímanum