fbpx
Föstudagur 24.september 2021
433Sport

Arnar Þór í viðtali í Belgíu – Var spurður út í Gylfa: „Hetjurnar dæmdar sem hræðilegt fólk“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 14. september 2021 13:00

©Anton Brink 2021 ©Torg ehf /

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari Íslands var til viðtals í sjónvarpsþætti í Belgíu í vikunni, þar býr hann stærstan hluta ársins. Arnar ræddi þar um vandræði íslenska landsliðsins.

Stormur hefur verið í kringum Knattspyrnusambandið, það hefur verið sakað um að hylma yfir meint kynferðisbrot. Stjórnin sem féll svo bannaði Arnari að velja leikmenn í hópinn.

„Ég þurfti nánast að spila leikina sjálfur því margir leikmenn voru ekki til staðar. Þegar ég tók við í desember var ég með draumalið á blaði en nú er staðan breytt,“ segir Arnar í viðtalinu og Fótbolti.net segir frá.

Arnar segir í viðtalinu möguleika á því að reyndir leikmenn hafi spilað sinn síðast landsleik. Arnar var spurður út í málefni Gylfa Þórs Sigurðssonar, hann er laus gegn tryggingu í Bretlandi á meðan mál hans er til rannsóknar.

„Ég get ekki tjáð mig um það mál. Sem þjálfari þá sakna ég þess að hafa mína Kevin De Bruyne og Eden Hazard í íslenska liðinu. Frá draumaliðinu sem ég var með á blaði eru bara tveir eftir,“ sagði Arnar en ætla má að um sé að ræða Birki Bjarnason og Jóhann Berg Guðmundsson.

Arnar stóð einn með storminn í fangið eftir að formaður og stjórn sambandsins sagði af sér fyrir leikina í þessum mánuðum. „Ég skil gagnrýnina en ég hef ekki svörin. Formaðurinn er farinn, stjórnin er farin. Ég ráðlegg mig við yfirmann fótboltamála. Og sá maður er ég sjálfur. Þetta hefur verið stormur og ég var í honum miðjum. Ég þurfti skyndilega að svara fjölmiðlum en ég gat eki gefið svörin. Á sama tíma þurfti ég að undirbúa leiki,“ segir Arnar í viðtalinu.

Arnar ræddi svo um það að leikmenn sem voru í síðasta verkefni hafi í tvígang verið kallaðir nauðgarar á götum úti. „Skyndilega eru hetjurnar fyrir nokkrum árum dæmdar sem hræðilegt fólk. Ég fékk líka mína gagnrýni. Ég skil fólkið sem lætur í sér heyra en ég er ekki sá sem er með svörin,“ sagði Arnar í þættinum sem Fótbolti.net vitnar til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lokaumferðin fer fram á réttum tíma – Hvaða lið fellur með Fylki?

Lokaumferðin fer fram á réttum tíma – Hvaða lið fellur með Fylki?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Svona hefur launapakki United þróast – Í sögulegu hámarki núna

Svona hefur launapakki United þróast – Í sögulegu hámarki núna
433Sport
Í gær

Ömurleg líkamstjáning og varla svitnar – Hraunar yfir Martial

Ömurleg líkamstjáning og varla svitnar – Hraunar yfir Martial
433Sport
Í gær

Mun Chelsea borgar rúmar 100 milljónir punda fyrir De Ligt?

Mun Chelsea borgar rúmar 100 milljónir punda fyrir De Ligt?
433Sport
Í gær

Hefur tröllatrú á Ronaldo – ,,Ég þori að veðja á að hann verði stjóri Manchester United eftir 18 mánuði“

Hefur tröllatrú á Ronaldo – ,,Ég þori að veðja á að hann verði stjóri Manchester United eftir 18 mánuði“
433Sport
Í gær

Allsvenskan: Elfsborg tapaði mikilvægum leik – Ari Freyr og félegar í Evrópubaráttu

Allsvenskan: Elfsborg tapaði mikilvægum leik – Ari Freyr og félegar í Evrópubaráttu
433Sport
Í gær

Vesen hjá Rooney og félögum – Greiðslustöðvun og 12 stig í mínus

Vesen hjá Rooney og félögum – Greiðslustöðvun og 12 stig í mínus
433Sport
Í gær

KSÍ gæti þurft að greiða Kolbeini miska- og fjártjónsbætur: Neita að biðjast afsökunar

KSÍ gæti þurft að greiða Kolbeini miska- og fjártjónsbætur: Neita að biðjast afsökunar