fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Sjáðu hetjudáð Sölva í Víkinni í gær – „Lenti í flugslysi á bíl 18 ára“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 23. ágúst 2021 09:17

Mynd: Eyþór Árnason Kári Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur og Valur mættust á Víkingsvellinum í sannkölluðum toppslag í úrvalsdeild karla í knattspyrnu í gær. Víkingur bar sigur úr býtum með tveimur mörkum gegn einu. Kwame Quee kom Víkingum yfir á 23. mínútu eftir frábæra sókn sem endaði á því að Pablo Punyed sendi boltann fyrir á kollinn á Kwame sem skallaði boltann í netið. Viktor Örlygur Andrason kom Víkingum í 2-0 fimm mínútum síðar með frábæru einstaklingsframtaki.

Valsmenn byrjuðu seinni hálfleik af meiri krafti eftir arfaslakan fyrri hálfleik en tókst þó ekki að skora fyrr en í uppbótartíma. Varamaðurinn Kaj Leo í Bartalsstovu var þar að verki en lengra komust Valsmenn ekki og lokatölur 2-1 fyrir Víkinga.

Skömmu áður hafði Valur fengið rosalegt færi til þess að jafna en hetjudáð Sölva Geir Ottesen kom í veg fyrir það. Tryggvi HRafn Haraldsson virtist vera að fara að skora auðvelta mark fyrir Val en þá mætti Sölvi Geir og kastaði andliti sínu fyrir.

„Sölvi Geir spilar ekki bara í gegnum nánast allan sársauka heldur líka fórnar hann sér svona fyrir liðið. What a captain,“ skrifar Albert Brynjar Ingason og birtir myndband af hetjudáð Sölva

Það er orðið ansi jafnt á topppnum en það munar sjö stigum á 1. og 5. sæti. Valur og Víkingur R. eru hnífjöfn á toppi deildarinnar, en bæði lið eru með 36 stig eftir 17 leiki. Breiðablik er í 3. sæti með 35 stig og á leik til góða á tvö efstu liðin.

„Svona vinna menn tittla. Gerir allt fyrir liðið,“ skrifar Víglundur Einarsson

Tómas Þór Þórðarson ritstjóri enska boltans hjá Símanum þekkir sögu Sölva betur en flestir. „Skulum ekki gleyma að Sölvi Geir lenti í flugslysi á bíl 18 ára en saumaði samt saman trylltan atvinnumannaferil með ónýtt bak og bar eitt sinn fyrirliðaband landsliðsins. Hann hefur verið stríðsmaður frá því ég tók á móti honum í Breiðó ’95. Sterkasti gaur sem ég hef kynnst,“ skrifar Tómas Þór.

Sölvi Geir lenti í bílslysi 18 ára gamall og ræddi það við Vísir.is á sínum tíma. „Vinur minn er að keyra frekar hratt og við missum stjórn á bílnum við brúna hjá Hamraborginni. Við förum út af rétt eftir hana þar sem er alveg þokkalegt fall. Við fljúgum einhverja 40 metra í lausu lofti, snúumst í loftinu og lendum á hvolfi ofan á bíl. Höggið sem ég fæ á höfuðið er svakalegt,“ sagði Sölvi við Vísi fyrir nokkrum árum.

Freyr Alexandersson þjálfari Lyngby tekur í sama streng. „Þvílíkur stríðsmaður. Sölvi Geir. Hungrið í þennan titil hjá tveimur grjóthörðum uppöldum Víkingum er á öðru leveli. Spennandi lokakafli í deildinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ronaldo mætti með nýjasta úrið sitt í viðtal – Kostar 183 milljónir

Ronaldo mætti með nýjasta úrið sitt í viðtal – Kostar 183 milljónir
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ten Hag hafnaði stóru starfi

Ten Hag hafnaði stóru starfi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín
433Sport
Í gær

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið
433Sport
Í gær

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina