fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Wijnaldum útskýrir loks brottför sína frá Liverpool

Ísak Gabríel Regal
Laugardaginn 24. júlí 2021 20:20

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Georginio Wijnaldum hefur útskýrt brottför sína frá Liverpool. Hann segir að leiðindi frá stuðningsmönnum félagsins á samfélagsmiðlum hafi verið orsökin að því að hann ákvað að fara frá félaginu í sumar.

Hann segir jafnframt að hann hafi verið gerður að blóraböggli þegar illa gekk. „Það voru líka samfélagsmiðlarnir. Mér var kennt um þegar illa gekk. Ég gaf allt sem ég gat á æfingum og í leikjum vegna þess að mér þykir mjög vænt um Liverpool og stuðningsmennirnir á vellinum komu vel fram við mig,“ sagði hann í viðtali við the Guardian.

Mér finnst eins og stuðningsmennirnir á vellinum og stuðningsmennirnir á samfélagsmiðlum séu tveir ólíkir hópar. Stuðningsmennirnir á vellinum studdu alltaf við bakið á mér. Meira að segja þegar ég kom aftur eftir útgöngubannið og þeir vissu að ég ætlaði að fara frá félaginu. Ég fékk góðar kveðjur frá þeim,“ sagði Hollendingurinn.

„En mér var kennt um á samfélagsmiðlum þegar við töpuðum. Ég hugsaði með mér: Vá, ef þeir bara vissu hvað ég væri að gera til að halda mér heilum og spila hvern einasta leik. Aðrir leikmenn hefðu kannski sagt: Ókei ég er ekki heill. Það voru leikmenn í fyrra sem spiluðu ekki vegna þess að þeir sögðust vera tæpir. Ég gerði öfugt.

Ég spilaði ekki alltaf vel, en eftir leikina gat ég horft í spegil og sagt að ég hafi gert allt sem ég gat. Ég man ekki hvenær ég fékk síðast frí því ég lék svo marga leiki og það var mikið álag á líkamann en ég gerði allt í mínu valdi til að halda mér heilum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Frábær frammistaða Blika skilaði stigi gegn öflugu liði frá Tyrklandi – Logi Tómasson var í byrjunarliðinu

Frábær frammistaða Blika skilaði stigi gegn öflugu liði frá Tyrklandi – Logi Tómasson var í byrjunarliðinu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Var líkt við Messi en var nú dæmdur í fjögurra ár bann fyrir að nota ólögleg lyf

Var líkt við Messi en var nú dæmdur í fjögurra ár bann fyrir að nota ólögleg lyf
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ætlar að reyna að hjálpa Greenwood að komast aftur í enska landsliðið

Ætlar að reyna að hjálpa Greenwood að komast aftur í enska landsliðið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lykilmaður Liverpool langt niðri – „Við erum í skítnum“

Lykilmaður Liverpool langt niðri – „Við erum í skítnum“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Getur ekki beðið eftir að mæta sínum fyrrum félögum um helgina

Getur ekki beðið eftir að mæta sínum fyrrum félögum um helgina
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun
433Sport
Í gær

Fullyrt að Arne Slot verði ekki rekinn núna

Fullyrt að Arne Slot verði ekki rekinn núna