fbpx
Föstudagur 24.september 2021
433Sport

Pogba hafnar samningstilboði Man Utd – Félagið var tilbúið að hækka laun hans verulega

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 23. júlí 2021 08:57

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franski miðjumaðurinn Paul Pogba hefur hafnað nýju samningstilboði frá félagi sínu, Manchester United, ef marka má frétt Mirror.

Núgildandi samningur hins 28 ára gamla Pogba rennur út næsta sumar. Þar sem leikmaðurinn hefur ekki enn skrifað undir nýjan samning hefur hann verið orðaður burt.

Samkvæmt fréttinni var Man Utd tilbúið að hækka laun hans úr 250 þúsund pundum á viku í 350 þúsund pund. Ekki var tekið fram um hversu mörg ár enska félagið vildi framlengja samning hans.

Það kom einnig fram að Paris Saint-Germain fylgdist grannt með stöðu mála hjá Pogba. Félagið er tilbúið að leggja fram tilboð upp á 45 milljónir punda í miðjumanninn. Það gæti reynst freistandi fyrir Man Utd, með það í huga að leikmaðurinn rennur út á samningi eftir ár.

Pogba hefur verið á mála hjá Man Utd frá árinu 2016. Þá kom hann frá Juventus.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Átta sig á því að erfitt verði að halda í Haaland næsta sumar – Chelsea og Liverpool nefnd til sögunnar

Átta sig á því að erfitt verði að halda í Haaland næsta sumar – Chelsea og Liverpool nefnd til sögunnar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu kostulegt myndband: Beið eftir aðdáendum fram að lokun en enginn lét sjá sig

Sjáðu kostulegt myndband: Beið eftir aðdáendum fram að lokun en enginn lét sjá sig
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hugi hættir í The Mike Show – Umdeild ummæli féllu á dögunum

Hugi hættir í The Mike Show – Umdeild ummæli féllu á dögunum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lengjudeild karla: ÍBV endar tímabilið á sigri

Lengjudeild karla: ÍBV endar tímabilið á sigri
433Sport
Í gær

Kveðjubréf Guðna Bergssonar – Fer yfir ákvörðun sína að segja upp störfum

Kveðjubréf Guðna Bergssonar – Fer yfir ákvörðun sína að segja upp störfum
433Sport
Í gær

Nýr bíll Ronaldo vekur mikla athygli – Tveir lífverðir í humátt á eftir

Nýr bíll Ronaldo vekur mikla athygli – Tveir lífverðir í humátt á eftir