fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
433Sport

Lengjudeildin: ÍBV burstaði Grindavík í Eyjum

Ísak Gabríel Regal
Föstudaginn 23. júlí 2021 19:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ÍBV vann 4-1 sigur á Grindavík í Lengjudeildinni í kvöld. Leikið var á Hásteinsvellinum í Eyjum.

Dion Jeremy Acoff kom Grindavík yfir á 37. mínútu en Sito Seoane jafnaði metin fyrir ÍBV þegar tvær mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Guðjón Pétur Lýðsson kom ÍBV yfir á 58. mínútu og Stefán Ingi Sigurðarson bætti við þriðja markinu fjórum mínútum síðar. Tómas Bent Magnússon innsiglaði sigur heimamanna á 77. mínútu eftir sendingu frá Sito Seoane.

ÍBV er í 2. sæti deildarinnar með 26 stig eftir 13 leiki, sex stigum á eftir toppliði Fram sem á leik til góða. Grindavík er í 5. sæti með 20 stig.

Í öðrum leik kvöldsins vann Þór 4-2 sigur á Grótta. Leikið var á SaltPay vellinum á Akureyri.

Ásgeir Marinó skoraði fyrsta mark leiksins á 26. mínútu og Jóhann Helgi bætti við öðru marki fjórum mínútum síðar. Fannar Daði Malmquist Gíslason kom Þór í 3-0 á 39. mínútu og Ásgeir Marinó skoraði annað mark sitt á 55. mínútu og kom Þór í 4-0. Kjartan minnkaði muninn fyrir Gróttu á 67. mínútu og Pétur Theódór Árnason skoraði annað mark Gróttu á 86. mínútu og þar við sat.

Úrslit kvöldsins:

ÍBV 4 – 1 Grindavík
0-1 Dion Jeremy Acoff (‘37 )
1-1 Sito Seoane (’47)
2-1 Guðjón Pétur Lýðsson (’58 )
3-1 Stefán Ingi Sigurðarson (’62)
4-1 Tómas Bent Magnússon (’77)

Þór 4 – 2 Grótta
1-0 Ásgeir Marinó Baldvinsson (‘26 )
2-0 Jóhann Helgi Hannesson (’30)
3-0 Fannar Daði Malmquist Gíslason (’39 )
4-0 Ásgeir Marinó Baldvinsson (’55)
4-1 Kjartan Kári Halldórsson (’67)
4-2 Pétur Theódór Árnason (’86)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa
433Sport
Í gær

Ótrúleg dramatík í Skotlandi – Sjáðu öll glæsimörkin

Ótrúleg dramatík í Skotlandi – Sjáðu öll glæsimörkin
433Sport
Í gær

Skelfilegt mál skekur Ítalíu: Varð fyrir slysaskoti í hefndaraðgerð vegna kynlífsmyndbands – Ólögráða sonur glæpaforingja tók í gikkinn

Skelfilegt mál skekur Ítalíu: Varð fyrir slysaskoti í hefndaraðgerð vegna kynlífsmyndbands – Ólögráða sonur glæpaforingja tók í gikkinn