fbpx
Þriðjudagur 22.júní 2021
433Sport

Alfons slær í gegn á Instagram – Snilldin varð til eftir tuð frá styrktaraðila

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 7. júní 2021 08:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alfons Sampsted, íslenski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu vakti mikla athygli á Instagram á dögunum þegar hann hljóp um Noreg að elta skóinn sinn.

Alfons sem býr í bænum Bodo í Noregi sést þar hlaupa um hálfan bæinn að elta Puma takkaskóinn sinn. Alfons er 23 ára gamall en Bodo/Glimt varð norskur meistari með yfirburðum á síðustu leiktíð.

„Þetta var daginn eftir leik og engin æfing í gangi, ég var búinn að fá smá kjaft frá Puma sem sjá um að græja fyrir mig skó og svona. Ég þurfti að gefa eitthvað til baka,“ sagði Alfons léttur á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í gær.

„Égt tók einn í liðinu með mér, við fundum Tik-Tok myndband. Ég var bara að reyna að endurgera það, þetta tók ekki meira en 40-45 mínútur í vinnslu.“

Alfons vonast til að festa sig í sessi í byrjunarliði íslenska landsliðsins á næstu dögum. „Það er markmiðið, bæði til lengri tíma en líka skammtíma markmiðið.“

Myndbandið góða má sjá hér að neðan.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Alfons Sampsted (@alfonssampsted)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Brandon má fara
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Pepsi Max-deild karla: Dramatískt jöfnunarmark KR í uppbótartíma

Pepsi Max-deild karla: Dramatískt jöfnunarmark KR í uppbótartíma
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

EM 2020: Danir áfram eftir frábæran leik á Parken

EM 2020: Danir áfram eftir frábæran leik á Parken
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stingur félag sitt í bakið og semur við erkifjendurna

Stingur félag sitt í bakið og semur við erkifjendurna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Glódís stóð vaktina í vörninni er lið hennar sigraði

Glódís stóð vaktina í vörninni er lið hennar sigraði
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Knattspyrnustjarna í mál við Pornhub eftir að myndefni hennar rataði á vefinn

Knattspyrnustjarna í mál við Pornhub eftir að myndefni hennar rataði á vefinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fjölskyldu dómara á Íslandi hótað – Áreiti og ógnandi tilburðir

Fjölskyldu dómara á Íslandi hótað – Áreiti og ógnandi tilburðir