fbpx
Þriðjudagur 27.júlí 2021
433Sport

Krísa í Vesturbæ – Þarf Rúnar að hafa áhyggjur af því að missa starf sitt?

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 30. júní 2021 08:44

©Anton Brink 2019 © 365 ehf / Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er alltaf hálfgert krísuástand í Vesturbæ þegar karlalið KR er ekki að berjast á toppi efstu deildar. Gengi liðsins í sumar hefur verið mikil vonbrigði en liðið situr í fimmta sæti deildarinnar og er níu stigum á eftir erkifjendum sínum í Val.

KR-ingar setja sjálfir á sig mikla pressu í upphafi hvers tímabils og setja stefnuna á að vinna þann stóra. Afar ólíklegt er að það heppnist í ár.

Sumir eru farnir að velta fyrir sér framtíð Rúnars Kristinssonar í starfi þjálfara en ólíklegt er að þessi KR goðsögn þurfi þó að hafa áhyggjur af starfinu.

„Ég fór nú á koddann í gær og hugsaði þetta, maður vill ekki reka neinn. Þurfa samt KR-ingar ekki að fara spyrja, er Rúnar rétti maðurinn? KR er stórveldi, þetta var ekki gott í fyrra og er ekki gott í ár. KR hefur áður verið og sýnt það í gegnum söguna, þetta er ekki nógu gott og þeir taka í gikkinn,“ sagði Benedikt Bóas Hinriksson í sjónvarpsþætti okkar á Hringbraut í gær.

Benedikt telur að KR geti hins vegar ekki fundið betri mann en Rúnar þó staðan sé slæm. „Ég elska Rúnar og ég held að það sé ekkert betra fyrir KR þarna úti en Rúnar Kristinsson, ég held að Rúnar sé einn af þremur bestu þjálfurum landsins. Það er eitthvað að, ég veit ekki hvað það er óheillandi við KR sem hefur ekki verið.“

KR er með nokkuð gamalt lið og fáir ungir menn hafa sett svip sinn á liðið síðustu ár. „Þú horfir á hópinn og þá sérðu að það er vond samsetning, það er ekki að sjá að Kjarta Henry sé of gamall.“

„Það er skrýtið ástand, þetta var ekki gott gegn Stjörnunni,“ sagði Benedikt um tap KR á mánudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Mikil ánægja með nýjan framherja Fjölnis – ,,Minnir mig pínulítið á Dimitar Berbatov“

Mikil ánægja með nýjan framherja Fjölnis – ,,Minnir mig pínulítið á Dimitar Berbatov“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

PSG að færa áhuga sinn á Pogba upp á næsta stig

PSG að færa áhuga sinn á Pogba upp á næsta stig
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stjórn Manchester United sér mikið eftir samningnum við De Gea – Ætlar ekki að gera sömu mistök með Pogba

Stjórn Manchester United sér mikið eftir samningnum við De Gea – Ætlar ekki að gera sömu mistök með Pogba
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lengjudeild kvenna: Stórsigur FH – Grindavík úr fallsæti

Lengjudeild kvenna: Stórsigur FH – Grindavík úr fallsæti