fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
433Sport

Mjólkurbikarinn: Hneyksli í Garðabæ – ÍBV úr leik

Helga Jónsdóttir
Miðvikudaginn 23. júní 2021 20:05

Hallgrímur Mar Steingrímsson. Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rétt í þessu var nokkrum leikjum í Mjólkurbikar karla að ljúka.

Stjarnan tók á móti KA í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. KA tryggði sér farseðilinn í 16-liða úrslitin með flautumarki.

Fyrri hálfleikur var nokkuð fjörugur en hvorugt liðið náði þó að koma boltanum inn. Emil Atlason braut ísinn á 57. mínútu og leit allt út fyrir að Stjörnumenn færu áfram í bikarnum. KA-menn voru á öðru máli og jafnaði Sebastian metin á 86. mínútu. Allt stefndi í framlengingu þar til Elfar Árni skoraði ótrúlegt mark á lokasekúndum leiksins. Þá varð misskilningur í vörn Stjörnumanna og boltinn barst inn fyrir vörnina og Sveinn og Haraldur reyndu báðir að ná til boltans. Boltinn fór að öllum líkindum út af en ekkert dæmt og Sveinn kom boltanum á Elfar sem kláraði í autt markið.

Stjarnan 1 – 2 KA
1-0 Emil Atlason (´57)
1-1 Sebastian Brebels (´86)
1-2 Elfar Árni Aðalsteinsson (´94)

Vestri tryggði sér einnig farseðilinn í 16-liða úrslit með sigri á Aftureldingu. Þá sigruðu ÍR-ingar ÍBV örugglega og KFS komst óvænt áfram með sigri á Víkingi Ólafsvík.

Afturelding 1 – 2 Vestri
0-1 Pétur Bjarnason (´14)
1-1 Valgeir Árni Svansson (´41)
1-2 Sergine Fall (´60)

ÍR 3 – 0 ÍBV
1-0 Jón Kristinn Ingason (´13)
2-0 Jorgen Pettersen (´72)
3-0 Hörður Máni Ásmundsson (´90)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð