fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Rúrik sakaður um framhjáhald – „Það kemur mér ekki á óvart að hann hafi haldið fram hjá mér með henni“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 10. júní 2021 08:34

Rúrik og Nathalia.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúrik Gíslason, fyrrum landsliðsmaður í fótbolta, hefur verið sakaður um að halda fram hjá Fyrirsætunni Nathaliu Soliani. Athygli hefur vakið að hún fylgir Rúrik ekki lengur á samfélagsmiðlum og þá hefur hún eytt öllum myndum af honum á Instagram. Þetta fær fólk til að velta því fyrir sér hvort þau séu hætt saman.

Það er sjálf Nathalia sem sakar Rúrik um framhjáhaldið, en greint er frá málinu í þýskum götublöðum, en Vísir greindi fyrst frá málinu hér landi.

Einhverjir höfðu bent Nathaliu á að Rúrik væri staddur á grísku eyjunni Mykonos með þýsku leikkonunni Velentinu Pahde, en bæði tóku þau þátt í þýsku útgáfu sjónvarpsþáttanna Allir geta dansað, þar sem Rúrik bar sigur úr býtum. Nathalia vitnaði í umræddar ábendingar á Instagram-síðu sinni, sem hún hefur þó eytt þegar þessi frétt er skrifuð. Einnig birti hún myndir sem eiga að sýna Rúrik og Velentinu, en þar eru þau mjög óskýr.

„Takk fyrir öll skilaboðin og myndirnar. Það kemur mér ekki á óvart að hann hafi haldið fram hjá mér með henni. Ég hef spurt hann svo oft en Rúrik hefur alltaf neitað fyrir það. Gangi þeim allt í haginn,“ voru skilaboð Nathaliu í Instagramstory, sem nú hefur verið eytt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar