fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
433Sport

Ræddu ruglið í Garðabæ – ,,Ekkert sjálfstraust, bara ekki neitt“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 26. maí 2021 18:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Krísa Stjörnunnar í upphafi tímabils í Pepsi Max-deild karla var til umræðu í sjónvarpsþættinum 433.is í dag. Benedikt Bóas Hinriksson, sérfræðingur í þættinum, telur liðið klárlega getað fallið niður um deild.

Stjarnan hefur farið hræðilega af stað í deildinni í ár. Þeir eru í neðsta sæti með tvö stig og markatöluna 2-12. Þá hafa vandræðin ekki síst verið utan vallar. Rúnar Páll Sigmundsson sagði upp sem þjálfari liðsins eftir aðeins eina umferð vegna ósættis við stjórn félagsins. Við tók Þorvaldur Örlygsson, sem hafði verið aðstoðarþjálfari.

,,Þorvaldur Örlygsson fær, honum til vorkunnar, mjög erfitt verkefni upp í hendurnar eftir eina umferð þegar Rúnar Páll hoppar frá borði. Hann er byrjaður að skjóta eitthvað pínulítið á stjórnina að það hefði kannski þurft að kaupa framherja fyrir þetta lið því liðið jú, skorar bara í einum leik af sex með markatöluna 2-10, tvö stig. Hvað er í gangi í Garðabænum?“ Spurði Hörður Snævar Jónsson, þáttastjórnandi.

Benedikt sagði að engin leið væri að sjá hvers konar fótbolta Stjarnan væri að reyna að spila þessa daganna. Leikplanið er ekki neitt.

,,Ég horfði nú á þennan KA-leik. Þeir voru svo ráðviltir og skrýtnir og planið, ég áttaði mig ekki alveg á því hvort að þeir væru að spila einhvers konar varnarleik með skyndisókn eða halda boltanum eða hápressa. Þetta var svona einhvern veginn eitthvað bara. Ég held að ef þú ert með leikplanið ‘eitthvað’ þá boðar það ekkert gott.“

Hörður velti þá upp þeirri spurningu hvort að Stjörnuliðið, sem hafnaði í þriðja sæti á síðustu leiktíð, gæti fallið.

,,Já já, svaraði Benedikt þá, ekki í nokkrum vafa. ,,Ef þú ert alltaf kýldur niður, það er ekkert sjálfstraust í þessu liði, bara ekki neitt, núll.“ 

Hörður telur að góð byrjun liða sem spáð var fyrir neðan Stjörnuna í sumar gæti gert Garðbæjingum erfitt fyrir.

,,Á meðan að Leiknir er að sækja öll þessi stig, lið sem að menn voru svona að teikna þarna niðri með Skagamönnum og einhverjum liðum. Á meðan þau lið eru að ýta sér frá verður þetta alltaf erfiðara.“ 

,,Það sem ég held að Stjarnan þurfi að gera er að æfa meira en allt og ég er ekkert viss um að leikmenn og aðrir séu tilbúnir í það,“ sagði Benedikt að lokum.

Hægt er að horfa á umræðuna um Stjörnuna sem og sjónvarpsþátt 433.is í heild sinni hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segir stuðningsmönnum að ekkert sé að óttast

Segir stuðningsmönnum að ekkert sé að óttast
433Sport
Í gær

Arteta tjáir sig um viðræður við Bukayo Saka

Arteta tjáir sig um viðræður við Bukayo Saka
433Sport
Í gær

Amorim tjáir sig um Sesko og vandræði hans

Amorim tjáir sig um Sesko og vandræði hans
433Sport
Í gær

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista
433Sport
Fyrir 2 dögum

Liverpool að endurheimta lykilmanninn

Liverpool að endurheimta lykilmanninn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár