fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
433Sport

Horfðu á afsökunarbeiðni frá eiganda Liverpool – Margir lesa yfir honum og heimta hann burt

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 21. apríl 2021 08:17

John W Henry eigandi Liverpool.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John W Henry eigandi Liverpool hefur fengið ansi misjöfn viðbrögð við afsökunarbeiðni sem hann hefur sent stuðningsmönnum félagsins. Öll ensk félög hættu í gær við þáttöku í Ofurdeildinni.

Liverpool og Manchester United fengu mesta gagnrýni fyrir að ætla að taka þátt í deildinni, sögufræg félög sem eiga marga stuðningsmenn.

„Ég vil biðja alla stuðningsmenn Liverpool afsökunar vegna þeirra vandræða sem ég skapaði síðustu 48 klukkustundirnar. Verkefnið sem sett var fram var aldrei að fara að verða að veruleika án stuðnings okkar stuðningsmanna, enginn okkar hugsaði öðruvísi,“ sagði Henry í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum Liverpool.

„Þessar 48 klukkustundir voru ykkar skilaboð á hreinu, að þetta yrði ekki. Við heyrðum í ykkur, ég heyrði í ykkur.“

Henry biður Jurgen Klopp og leikmenn Liverpool afsökunar á því að hafa truflað liðið með þessum hætti en leikmenn Liverpool og annara liða, höfðu engan áhuga á Ofurdeildinni.

„Ég vil biðja Jurgen afsökunar, leikmennina og alla þá sem vinna hjá Liverpool. Þeir aðilar báru enga ábyrgð á þessu, þeir fundu mest fyrir truflun. Þeir elska félagið og vilja gera ykkur stolt alla daga.“

„Fyrir áratug þegar við keyptum Liverpool, þá voru draumar okkar þeir sömu og ykkar. Okkar vinna er ekki á enda, þegar við gerum mistök erum við að reyna að gera okkar besta. Hérna gerði ég mistök, ég ber ábyrgð á þessar neikvæðni sem komið hefur fram. Þetta sannar þau áhrif sem stuðningsmenn hafa og munu hafa.“

Fjöldi stuðningsmanna Liverpool hefur svarað færslum á samfélagsmiðlum og krefjast þess að Henry og FSG félagið hans selji Liverpool.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hætt við leikinn eftir allt saman

Hætt við leikinn eftir allt saman
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Endrick á leið til Frakklands

Endrick á leið til Frakklands