fbpx
Fimmtudagur 13.maí 2021
433Sport

Real Madrid rétt ná í lið í kvöld

Helga Katrín Jónsdóttir
Sunnudaginn 18. apríl 2021 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid verða án Valverde í kvöld þegar liðið mætir Getafe þar sem leikmaðurinn var í nánum samskiptum við manneskju sem smituð er af Covid-19. Leikmaðurinn hefur sjálfur greinst neikvæður fyrir veirunni skæðu en fær ekki að vera með.

Þetta gerir það að verkum að Zidane, þjálfari Madrídinga, hefur aðeins úr 12 útileikmönnum að moða í kvöld vegna meiðsla, banna og Covid-19.

Eden Hazard, Sergio Ramos, Raphael Varane, Lucas Vazquez, Dani Carvajal, Casemiro, Nacho Fernandez, Valverde og Ferland Mendy eru dæmi um leikmenn sem geta ekki verið með liðinu í kvöld. Þá hefur Zidane aðeins um þrjá miðjumenn að velja í kvöld en það eru Modric, Kroos og Isco. Ljóst er að ungu strákarnir úr akademíunni verða að stíga upp í kvöld fái þeir tækifæri til.

Madrid mega alls ekki tapa stigum í deildinni en baráttan um titilinn er afar hörð. Atlético er í toppsætinu með 67 stig, Real í 2. sæti með 66 stig og Barcelona í 3. sæti með 65 stig.

Leikur Getafe og Real Madrid hefst á slaginu 19:00 í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Garðari finnst frásagnirnar átakanlegar – ,,Hvet fótboltamenn til að stíga fram“

Garðari finnst frásagnirnar átakanlegar – ,,Hvet fótboltamenn til að stíga fram“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Líkurnar á því að úrslitaleikurinn fari fram í Portúgal aukast

Líkurnar á því að úrslitaleikurinn fari fram í Portúgal aukast
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Erlendur auðkýfingur gagnrýnir KR harkalega vegna komu Kjartans – Hjörvar kemur þeim til varnar

Erlendur auðkýfingur gagnrýnir KR harkalega vegna komu Kjartans – Hjörvar kemur þeim til varnar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Heiðar Austmann brjálaður eftir gærdaginn: „Mun aldrei heimsækja Noreg. EVER“

Heiðar Austmann brjálaður eftir gærdaginn: „Mun aldrei heimsækja Noreg. EVER“
433Sport
Í gær

Owen og Fabregas tókust á

Owen og Fabregas tókust á
433Sport
Í gær

Segir að það verði að taka sex stig af United eftir ákvörðun Solskjær í gær

Segir að það verði að taka sex stig af United eftir ákvörðun Solskjær í gær
433Sport
Í gær

Ítalía: Öruggur sigur Napoli í Meistaradeildarbaráttunni

Ítalía: Öruggur sigur Napoli í Meistaradeildarbaráttunni
433Sport
Í gær

Rooney fannst hræðilegt að spila frammi hjá United

Rooney fannst hræðilegt að spila frammi hjá United