fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
433Sport

Hver tekur gullskóinn í enska?

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 18. apríl 2021 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú þegar 32. umferð ensku úrvalsdeildarinnar er í gangi og því aðeins sex umferðir eftir er baráttan um gullskóinn farin að skýrast. Sex leikmenn eru taldir vera með í baráttunni samkvæmt frétt Daily Mail. Harry Kane leiðir kapphlaupið en Mo Salah fylgir fast á eftir.

Harry Kane (21 mark)
Tímabil Tottenham hefur ekki verið upp á marga fiska en Harry Kane hefur verið ljósið í myrkrinu eins og svo oft áður. Harry leiðir kapphlaupið en framherjinn knái hefur skorað 21 mark fyrir Tottenham í vetur.

Mohamed Salah (19 mörk)
Gengi Englandsmeistara Liverpool hefur ekki verið gott á leiktíðinni en Mo Salah hefur staðið fyrir sínu og er kominn með 19 mörk í deildinni. Hann á einn leik inni á Kane og getur því jafnað enska framherjann á topnnum með tveimur mörkum gegn Leeds á mánudagskvöld.

Bruno Fernandes (16 mörk)
Stjarna Bruno Fernandes heldur áfram að skína hjá stórliði Manchester United. Hann hefur átt gott tímabil fyrir þá rauðklæddu og er kominn með 16 mörk á tímabilinu. Hann er eini miðjumaðurinn sem er með í kapphlaupinu.

Dominic Calvert-Lewin (14 mörk)
Dominic Calvert-Lewin byrjaði tímabilið af krafti og skoraði 11 mörk í fyrstu 11 leikjum tímabilsins. Síðan þá hefur hann kólnað fyrir framan markið. Hann hefur skorað 14 mörk í vetur og á því enn möguleika á gullskónum en sá möguleiki er orðinn ansi veikur.

Son Heung-min (14 mörk)
Spilamennska Son hefur verið upp og niður þetta tímabilið. Hann hefur átt frábæra leiki og skorað góð mörk en einnig átt vonda leiki á þessu vonbrigða tímabili Tottenham. Son er kominn með 14 mörk í deildinni og á því enn veikan möguleika á gullskónum.

Patrick Bamford (14 mörk)
Patrick Bamford hefur átt frábært tímabil fyrir nýliða Leeds og í raun ótrúlegt að hann sé í möguleika á gullskónum. Bamford hefur skorað 14 mörk í deildinni og myndi það eflaust gleðja marga ef hann myndi tryggja sér gullskóinn fræga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Kári Árnason gagnrýnir Arnar fyrir að velja ekki Gylfa í hópinn – „Af hverju er hann ekki með?“

Kári Árnason gagnrýnir Arnar fyrir að velja ekki Gylfa í hópinn – „Af hverju er hann ekki með?“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs ætlar að skoða hvað þurfi að laga – „Við failuðum á okkar markmiði“

Arnar Gunnlaugs ætlar að skoða hvað þurfi að laga – „Við failuðum á okkar markmiði“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Biluð dramatík – Heimir Hallgríms leyfir Írum að dreyma um sæti á HM eftir sigur í Ungverjalandi

Biluð dramatík – Heimir Hallgríms leyfir Írum að dreyma um sæti á HM eftir sigur í Ungverjalandi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Byrjunarlið Íslands gegn Úkraínu – Þrjár áhugaverðar breytingar og Hörður Björgvin byrjar

Byrjunarlið Íslands gegn Úkraínu – Þrjár áhugaverðar breytingar og Hörður Björgvin byrjar
433Sport
Í gær

Fullyrða að Amorim hafi öðlast virðingu leikmanna United með þessu – Gjörsamlega sturlaðist

Fullyrða að Amorim hafi öðlast virðingu leikmanna United með þessu – Gjörsamlega sturlaðist
433Sport
Í gær

Hrafnkell nefnir leikmanninn sem hann sér hvað mestan mun á eftir að Arnar tók við

Hrafnkell nefnir leikmanninn sem hann sér hvað mestan mun á eftir að Arnar tók við
433Sport
Í gær

Voru misbjartsýnir eftir að Arnar horfði framhjá Jóa Berg – „Ótrúlegt afrek“

Voru misbjartsýnir eftir að Arnar horfði framhjá Jóa Berg – „Ótrúlegt afrek“
433Sport
Í gær

Ronaldo sendur heim eftir hörmungina í Írlandi

Ronaldo sendur heim eftir hörmungina í Írlandi