fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Ferguson hallaði sér að flöskunni og endaði í fangaklefa

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 8. mars 2021 10:14

Sir Alex Ferguson. GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný heimildarmynd um Sir Alex Ferguson kemur út innan tíðar, þar fer þessi magnaði þjálfari yfir feril sinn og hvað gerðist á honum.

Ein af þeim sögum sem Ferguson fer yfir er þegar hann endaði í fangaklefa eftir slagsmál á næturlífinu í Skotlandi. Ferguson var þá ungur að árum og lék með St Johnstone þar í landi.

Honum gekk erfiðlega að fá að spila á þeim tíma og segir frá því hvernig hann hallaði sér að flöskunni, faðir hans var ekki ánægður með þessa ákvörðun.

„Ég var byrjaður að pirra mig á fótboltanum, af því að ég spilaði ekki nóg. Ferill minn var á leið í klósettið, ég fór mikið á næturlífið. Ég var byrjaður að fara út á föstudögum, degi fyrir leik,“ segir Ferguson í myndinni.

„Faðir minn sagði mér að þetta myndi ekki ganga upp, samband okkar varð slæmt á þessum tíma. Hann sagði mér að þetta væri ekki í lagi, við töluðum ekki við hvorn annan. Í tvö ár töluðum við ekki saman.“

Ferguson segir svo frá því hvernig hann endaði í fangaklefa. „Eitt kvöldið var ég fullur og endaði í slagsmálum, ég var settur í fangaklefa. Ég fór yfirr dómara og þurfti að greiða 3 pund í sekt. Ég var að tapa gleðinni,“ sagði Ferguson.

Ferguson kveðst hafa lært mikið af þessu. „Þetta atvik hefur alltaf verið í hausnum á mér og ég hef alltaf séð eftir því. Ég hafði fengið gott uppeldi en fór af beinu brautinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Lét gelda sig til að þurfa ekki að horfa á sama barnaefnið í fimmta sinn

Lét gelda sig til að þurfa ekki að horfa á sama barnaefnið í fimmta sinn
433Sport
Í gær

Halldór útskýrir nánar ummæli sín sem vöktu gríðarlega athygli – „Svo er það sett saman á einhvern hátt og þá er auðvelt að klippa þetta út“

Halldór útskýrir nánar ummæli sín sem vöktu gríðarlega athygli – „Svo er það sett saman á einhvern hátt og þá er auðvelt að klippa þetta út“
433Sport
Fyrir 2 dögum

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arsenal og United fá að vita af verðmiða sem gæti fælt þau frá

Arsenal og United fá að vita af verðmiða sem gæti fælt þau frá
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum leikmaður Liverpool útilokar ekki að félagið láni Wirtz frá sér í janúar

Fyrrum leikmaður Liverpool útilokar ekki að félagið láni Wirtz frá sér í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Frábær tíðindi hjá Chelsea fyrir stórleik helgarinnar

Frábær tíðindi hjá Chelsea fyrir stórleik helgarinnar