fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Hver tekur við af þeim markahæsta? – Mögulegir arftakar Aguero hjá Manchester City

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 30. mars 2021 19:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sergio Aguero, markahæsti leikmaðurinn í sögu Manchester City mun yfirgefa félagið í sumar. Samningur hans við félagið rennur þá út og hann verður ekki framlengdur.

Það er ljóst að Aguero mun skilja eftir sig stórt skarð hjá Manchester City og að ekki verður auðvelt að feta í hans fótspor hjá félaginu.

Aguero gekk til liðs við Manchester City árið 2011 frá Atletico Madrid. Síðan þá hefur Aguero leikið 384 leiki fyrir félagið og skorað 257 mörk. Aguero hefur unnið fjóra Englandsmeistaratitla með félaginu og vonast til að bæta þeim fimmta við undir lok tímabils. Þá hefur hann orðið enskur bikarmeistari einu sinni.

DailyMail, veltir fyrir sér í dag hvaða framherjar gætu verið fengnir til liðs við Manchester City nú þegar ljóst er orðið að Aguero muni yfirgefa félagið.

Erling Braut Haaland, leikmaður Dortmund er einn af þeim. Hann hlaut titilinn gulldrengur Evrópu á síðasta ári og hefur skorað 33 mörk í 31 leik fyrir Drotmund. Talið er að Haaland sé aðal skotmark Manchester City í næsta félagsskiptaglugga.

Getty Images

Harry Kane, leikmaður Tottenham, gæti verið í leit að nýrri áskorun eftir tímabilið. Kane hefur skorað 216 mörk á sínum ferli með Tottenham en hefur ekki enn tekist að vinna titil með félaginu. Hjá Manchester City er sett krafa á að vinna titla á hverju einasta tímabili.

Getty Images

Kylian Mbappe, leikmaður Paris Saint-Germain hefur skorað 120 mörk í 160 leikjum fyrir franska félagið. Hann er fjölhæfur sóknarmaður sem hefur reynslu af því að vinna titla.

Kylian Mbappé (PSG) /GettyImages

Danny Ings, leikmaður Southampton, er einn óvæntasti leikmaðurinn á þessum lista. Ings hefur verið í fantaformi eftir að hann gekk til liðs við Dýrðlingana, skoraði 22 mörk á síðasta tímabili og hefur skorað 8 mörk á yfirstandandi tímabili.

Danny Ings tryggði Southampton sigur / GettyImages

Lionel Messi,mikið hefur verið rætt og ritað um fyrirliða Barcelona en samningur hans við Börsunga rennur út í sumar og viðræður um nýjan samning hafa ekki gengið eftir hingað til. Messi hefur skorað 29 mörk á tímabilinu og gefið 13 stoðsendingar.

GettyImages

Romelu Lukaku, hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga hjá Inter Milan eftir að hann kom þangað frá Manchester United. Lukaku hefur skorað 25 mörk á tímabilinu og hefur reynslu úr ensku úrvalsdeildinni sem gæti reyns Manchester City vel.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Birtir mynd til að sýna fólki hvernig er komið fram við hann – Huggar sig við 53 milljónir í laun á viku

Birtir mynd til að sýna fólki hvernig er komið fram við hann – Huggar sig við 53 milljónir í laun á viku
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Jóhann Ingi fær tækifæri í Meistaradeild unglinga

Jóhann Ingi fær tækifæri í Meistaradeild unglinga