fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Emil ræðir hlutina í sjónvarpsþættinum í kvöld – „Maður hefði kannski búist við að heyra frá Arnari“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 30. mars 2021 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsþáttur 433 verður á dagskrá Hringbrautar og á vefnum í kvöld klukkan 21:30. Rúnar Kristinsson þjálfari KR mætir og ræðir gang mála í Vesturbænum.

Birgir Jóhannsson framkvæmdarstjóri ÍTF ræðir við okkur um sjónvarpsmál og þá verður Emil Hallfreðsson leikmaður Padova í beinni línu frá Ítalíu.

Emil sem er 36 ára gamall hefur verið í frábæru formi með Padova í þriðju efstu deild á Ítalíu, Padova er í efsta sæti deildarinnar og virðist á leið upp í næst efstu deild.

Emil var til fjölda ára algjör lykilmaður í íslenska landsliðinu. Hann missti sæti sitt í hópnum í október á síðasta ári þegar Erik Hamren var enn þjálfari liðsins. „Ég datt út þarna fyrir umspilsleikina og Erik Hamren hringdi þó í mig og útskýrði fyrir mér að hann ætlaði ekki að velja mig í það verkefni, ég bar mikla virðingu fyrir því. Ég var í verkefninu áður, sem var leikur í Þjóðadeildinni gegn Belgíu og kom inn þar. Ég var valinn í það verkefni eftir nánast ekkert undirbúningstímabil, var ný búinn með eins og hálfan mánuð í sumarfríi. Maður hefði viljað vera í betra formi,“ sagði Emil.

Emil var ekki valinn í hóp Arnars Þórs Viðarssonar sem nú er í verkefni, Emil fékk ekkert símtal frá þjálfaranum og sárnar það örlítið.

„Ég hef spilað fullt af leikjum síðan þá, ég hef ekki heyrt í einum né neinum hvað það varðar. Ég er ekki hættur, ef þeir munu áfram velja mig þá mæti ég. Það er alltaf heiður að vera valinn, eftir að hafa verið í landsliðinu í einhver 16 ár þá hefði maður kannski búist við að heyra frá Arnari. Ég þekki hann nokkuð vel, síðan ég var lítll strákur. Bara að fá hvort maður sé inni eða úti, það hefði verið gaman að fá að heyra aðeins í honum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Staðfesta meiðsli Trent en þarf að fara í frekari rannsóknir

Staðfesta meiðsli Trent en þarf að fara í frekari rannsóknir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Yfirmaður FBI mætti og svaraði fyrir málefni í þinginu – Bindið sem hann valdi vekur mikla athygli

Yfirmaður FBI mætti og svaraði fyrir málefni í þinginu – Bindið sem hann valdi vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Rómantík í beinni: Daðursleg skilaboð virðast hafa skilað árangri – Leikkonan beit á agnið hjá boltastráknum

Rómantík í beinni: Daðursleg skilaboð virðast hafa skilað árangri – Leikkonan beit á agnið hjá boltastráknum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vilja kaupa Mainoo frá United í janúar

Vilja kaupa Mainoo frá United í janúar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Leikmenn United sagðir missa trúna á kerfi Amorim – Stjórnin telur úrslitin ekki fylgja frammistöðum

Leikmenn United sagðir missa trúna á kerfi Amorim – Stjórnin telur úrslitin ekki fylgja frammistöðum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Útskýrir nýja nálgun sína á leikdegi – Segir að þetta sé allt annað líf

Útskýrir nýja nálgun sína á leikdegi – Segir að þetta sé allt annað líf
433Sport
Í gær

Sjáðu hræðileg mistök Hákons gegn Aston Villa í kvöld – Var reiður út í sjálfan sig eftir mark Harvey Elliott

Sjáðu hræðileg mistök Hákons gegn Aston Villa í kvöld – Var reiður út í sjálfan sig eftir mark Harvey Elliott
433Sport
Í gær

Færir sig um set í Ástralíu

Færir sig um set í Ástralíu