fbpx
Laugardagur 10.apríl 2021
433Sport

Ástæða þess að Mbappe myndi velja Liverpool frekar en Manchester United

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 3. mars 2021 08:45

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Duncan Castles blaðamaður á Englandi segir að Kylian Mbappe leikmaður PSG myndi alltaf velja Liverpool fram yfir Manchester United, ástæðan sé einföld. Castlesa segir að Mbappe hafi mikinn áhuga á að spila fyrir Jurgen Klopp.

Mbappe gæti yfirgefið PSG í sumar þegar aðeins eitt ár verður eftir af samningi hans. Hann ræðir við félagið um nýjan samning en skoðar aðra kosti.

„Mbappe vill komast í aðra af stærstu deildum í heimi, hann vill taka næsta skref á ferli sínum,“ sagði Castles.

Mbappe hefur mikið verið orðaður við Liverpool síðustu mánuði. „Ef hann fer til Englands ´þa er mér sagt að draumur hans sé að fara til Liverpool, hann er mjög hrifinn af Manchester United sem félagi en hann vill frekar starfa fyrir Jurgen Klopp.“

Mestar líkur eru þó taldar á því að Mbappe færi til Real Madrid en það er draumafélagið hans. „Barcelona kemur til greina en félagið glímir við fjárhagsvandræði. Sama staða er hjá Real Madrid sem hefur verið að eltast við hann frá því að hann fór til PSG.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tyllir sér á toppinn sem sá launahæsti – Fær 67 milljónir á viku

Tyllir sér á toppinn sem sá launahæsti – Fær 67 milljónir á viku
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Alba er þriðja barn þeirra sem fæðist á sama deginum

Alba er þriðja barn þeirra sem fæðist á sama deginum
433Sport
Í gær

Segir Manchester United geta gleymt því að fá Haaland – „Þeir eru ekki nægilega góðir“

Segir Manchester United geta gleymt því að fá Haaland – „Þeir eru ekki nægilega góðir“
433Sport
Í gær

Ljóst að Bayern tekst ekki að bæta met Manchester United

Ljóst að Bayern tekst ekki að bæta met Manchester United