fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Það eru bara tvö félög sem Mbappe er til í að fara til

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 19. febrúar 2021 10:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kylian Mbappe leikmaður PSG er aðeins til í að fara til Real Madrid eða Liverpool, ákveði hann að yfirgefa PSG í sumar.

Draumur þessa magnaða knattspyrnumanns hefur alltaf verið að spila fyrir Real Madrid en skref til Liverpool heilar líka. L’Equipe í Frakklandi segir frá.

Samningur Mbappe við PSG rennur út sumarið 2022. Félagið gæti því verið í þeirri stöðu í sumar að þurfa að selja hann eða eiga í hættu á að missa hann frítt.

Árið 2017 þegar ungur Mbappe var að fara frá Monaco til PSG þá hafði Liverpool áhuga, svo mikinn áhuga að eigandi félagsins flaug til Monaco á einkaflugvél sinni.

John W Henry tók Mbappe á rúntinn í einkaflugvél sinni og þar ræddu þeir málin í tvær klukkustundir á meðan vélin flaug yfir Nice og aðra nærliggjandi staði. Jurgen Klopp, stjóri Liverpool tók upp símann og reyndi að sannfæra hann.

Á endanum valdi Mbappe að fara til PSG en í sumar gæti Liverpool aftur átt möguleika, Mbappe er með stóran samning við Nike sem sér um allan fatnað Liverpool. Það gæti hentað báðum merkjum að fá ofurstjörnu inn á Anfield.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tók upp myndband af mótmælum við flóttamönnum – Stálheppinn að missa ekki bílprófið

Tók upp myndband af mótmælum við flóttamönnum – Stálheppinn að missa ekki bílprófið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Heimir rifjaði upp vondar minningar með Íslandi eftir drátt gærdagsins

Heimir rifjaði upp vondar minningar með Íslandi eftir drátt gærdagsins
433Sport
Í gær

Tveir risar á eftir bakverðinum öfluga

Tveir risar á eftir bakverðinum öfluga
433Sport
Í gær

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum