fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Það eru bara tvö félög sem Mbappe er til í að fara til

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 19. febrúar 2021 10:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kylian Mbappe leikmaður PSG er aðeins til í að fara til Real Madrid eða Liverpool, ákveði hann að yfirgefa PSG í sumar.

Draumur þessa magnaða knattspyrnumanns hefur alltaf verið að spila fyrir Real Madrid en skref til Liverpool heilar líka. L’Equipe í Frakklandi segir frá.

Samningur Mbappe við PSG rennur út sumarið 2022. Félagið gæti því verið í þeirri stöðu í sumar að þurfa að selja hann eða eiga í hættu á að missa hann frítt.

Árið 2017 þegar ungur Mbappe var að fara frá Monaco til PSG þá hafði Liverpool áhuga, svo mikinn áhuga að eigandi félagsins flaug til Monaco á einkaflugvél sinni.

John W Henry tók Mbappe á rúntinn í einkaflugvél sinni og þar ræddu þeir málin í tvær klukkustundir á meðan vélin flaug yfir Nice og aðra nærliggjandi staði. Jurgen Klopp, stjóri Liverpool tók upp símann og reyndi að sannfæra hann.

Á endanum valdi Mbappe að fara til PSG en í sumar gæti Liverpool aftur átt möguleika, Mbappe er með stóran samning við Nike sem sér um allan fatnað Liverpool. Það gæti hentað báðum merkjum að fá ofurstjörnu inn á Anfield.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Chelsea hefur samtal við enska landsliðsmanninn

Chelsea hefur samtal við enska landsliðsmanninn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Aftur skoraði Liverpool sigurmark í blálokin – Evrópumeistararnir fara vel af stað

Aftur skoraði Liverpool sigurmark í blálokin – Evrópumeistararnir fara vel af stað
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Subbuleg slagsmál í miðborginni náðust á myndband – Lögreglan mátti hafa sig alla við

Subbuleg slagsmál í miðborginni náðust á myndband – Lögreglan mátti hafa sig alla við
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

PSG og Real bíða og vona að Arsenal nái ekki að semja við sinn besta varnarmann

PSG og Real bíða og vona að Arsenal nái ekki að semja við sinn besta varnarmann
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sterkt jafntefli í Lettlandi hjá ungum Akureyringum

Sterkt jafntefli í Lettlandi hjá ungum Akureyringum