fbpx
Föstudagur 21.janúar 2022
433Sport

Meistaradeild Evrópu: Messi með tvö – Leipzig í Evrópudeildina eftir sigur á Man City

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 7. desember 2021 19:40

Lionel Messi. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum er nýlokið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. A-riðill kláraðist í kvöld.

PSG 4-1 Club Brugge

Paris Saint-Germain tók á móti Club Brugge og vann öruggan sigur.

Kylian Mbappe kom PSG 2-0 yfir með mörkum á fyrstu 7 mínútum leiksins. Staðan þegar orðin erfið fyrir gestina.

Lionel Messi bætti við þriðja markinu á 38. mínútu með frábæru skoti eftir glæsilegan undirbúning Mbappe.

Mats Rits minnkaði muninn fyrir Club Brugge á 68. mínútu. Messi innsiglaði svo 4-1 sigur heimamanna með marki af vítapunktinum á 76. mínútu.

RB Leipzig 2-1 Man City

RB Leipzig fer í Evrópudeildina eftir áramót með flottum heimasigri gegn Manchester City.

Dominik Szoboszlai kom heimamönnum yfir um miðbik fyrri hálfleiks. Það reyndist eina markið fyrir leikhlé.

Andre Silva tvöfaldaði forystu Leipzig þegar tæpar 20 mínútur lifðu leiks. Skömmu síðar minnkaði Riyad Mahrez muninn fyrir Man City. Nær komust gestirnir þó ekki.

Lokastaðan í riðlinum

1. Man City – 12 stig (Áfram í 16-liða úrslit)

2. PSG – 11 stig (Áfram í 16-liða úrslit)

3. RB Leipzig – 7 stig (Fara í Evrópudeildina)

4. Club Brugge – 4 stig

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Enn einn íslenski knattspyrnumaðurinn heldur út til Ítalíu

Enn einn íslenski knattspyrnumaðurinn heldur út til Ítalíu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu myndirnar: Heimatreyju Manchester United fyrir næsta tímabil lekið á netið? – Skírskotun til fortíðar

Sjáðu myndirnar: Heimatreyju Manchester United fyrir næsta tímabil lekið á netið? – Skírskotun til fortíðar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Telur að Rooney geti verið alveg jafn ánægður hjá Everton eins og hjá Derby – ,,Ekki auðveldar kringumstæður“

Telur að Rooney geti verið alveg jafn ánægður hjá Everton eins og hjá Derby – ,,Ekki auðveldar kringumstæður“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Áfrýjun fyrrum leikmanns Manchester City í nauðgunarmáli hafnað – Fékk níu ára dóm

Áfrýjun fyrrum leikmanns Manchester City í nauðgunarmáli hafnað – Fékk níu ára dóm
433Sport
Í gær

Dreymir um að komast til Real Madrid

Dreymir um að komast til Real Madrid
433Sport
Í gær

Bayern gerir undantekningu í samningamálum fyrir Lewandowski

Bayern gerir undantekningu í samningamálum fyrir Lewandowski