fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
433Sport

Fyrirliði Valsmanna orðaður við ÍBV – ,,Yrði gríðarleg styrking fyrir Eyjamenn“

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 7. desember 2021 10:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyjamenn hafa verið virkir á félagsskiptamarkaðnum undir stjórn Hermanns Hreiðarsson. Félagið er búið að næla í Alex Frey Hilmarsson og framherjinn Andri Rúnar Bjarnason er svo gott sem orðinn leikmaður ÍBV.

Háværar sögur þess efnis að Haukur Páll Sigurðsson, leikmaður Vals, muni ganga til liðs við ÍBV, hafa verið á kreiki undanfarið og ljóst er að um mikla styrkingju væri að ræða fyrir Eyjamenn sem eru komnir aftur upp í efstu deild.

,,Maður er að heyra að hann sé opinn fyrir því, þetta yrði gríðarleg styrking fyrir Eyjamenn, “ sagði Albert Brynjar Ingason, einn af sérfræðingum Dr. Football um möguleg félagsskipti Hauks Páls til ÍBV.

Ef maður hugsar um það hvernig mögulegt samstarf Hermanns Hreiðarssonar og Hauks Páls verður þá væri hægt að bera það saman við egg og beikon eða malt og appelsín,“ sagði Hrafnkell Freyr, annar af sérfræðingum Dr. Football.

Valsmenn hafa verið að losa um leikmenn í leikmannahóp sínum. Meðal stórra nafna sem hafa yfirgefið félagið má nefna Hannes Þór Halldórsson og Kristinn Frey Sigurðsson sem gekk til liðs við FH.

,,Það er kannski bara kominn tími á breytingu hjá Hauki Pál, tækifæri fyrir hann til þess að endurstilla ferilinn hjá sér. Þetta yrði samt skellur fyrir Val, sérstaklega innan liðsins sem er þá að missa fyrirliðann sinn,“ sagði Albert Brynjar Ingason í hlaðvarpsþættinum Dr. Football.

Haukur Páll á að baki 247 leiki í efstu deild og hefur í þeim leikjum skorað 34 mörk, þá á hann einnig að baki tvo A-landsleiki fyrir Íslands hönd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Óskar Smári ráðinn þjálfari Stjörnunnar

Óskar Smári ráðinn þjálfari Stjörnunnar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ekki öruggt að Hermann Hreiðarsson taki við Val – Eiður Smári nefndur til sögunnar

Ekki öruggt að Hermann Hreiðarsson taki við Val – Eiður Smári nefndur til sögunnar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Upplýsa um atkvæði í samningi Harvey Elliott sem opnar fyrir endurkomu til Liverpool

Upplýsa um atkvæði í samningi Harvey Elliott sem opnar fyrir endurkomu til Liverpool
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Amorim svarar pillu frá Sean Dyche – „Þá er enginn að fara að hlusta á þig“

Amorim svarar pillu frá Sean Dyche – „Þá er enginn að fara að hlusta á þig“