fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
433Sport

Knattspyrnustjarna lagði mikið á sig til að halda framhjá – Konan sagði makanum allt – ,,Mér líður eins og ég hafi verið notuð“

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 28. nóvember 2021 21:30

Staðurinn þar sem knattspyrnumaðurinn og konan eiga að hafa farið á eftir að hann sótti hana.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ónefndur leikmaður í ensku úrvalsdeildinni sendi bílstjóra rúma 64 kílómetra til að sækja konu sem hann hélt síðar framhjá með. The Sun fjallar um málið.

Knattpspyrnumaðurinn, sem er sagður þéna 150 þúsund pund á viku, fékk bílstjórann til að skutla konunni í húsasund í Manchester þar sem hann mætti svo á Lamborghini bifreið sinni og sótti hana.

Þaðan fóru þau á sisha-bar og síðar upp í íbúð sem leikmaðurinn hafði útvegað. Þar eiga þau að hafa stundað kynlíf.

Knattspyrnumaðurinn er hins vegar í sambandi með annari konu og komst hún að þessu fimm dögum síðar. Hún sendi skilaboð á konuna sem maður hennar hafði haldið framhjá með.

,,Ég vil vita allt: Hvenær, hvar, hvernig. Þetta hefur áhrif á fjölskylduna mína,“ sendi kona leikmannsins. Þau eiga barn saman.

,,Ég veit ekki af hverju ég er að geyma leyndarmál fávita. Við skuldum hvoru öðru enga tryggð. Ég skal segja þér hvað gerðist. Við stunduðum kynlíf svo fór hann í sturtu og heim,“ svaraði þá hin konan. Hún gaf lítið fyrir það að félagi leikmannsins hafi skipað henni að ,,halda kjafti.“

Kona eiginmannsins trúði þessu ekki alveg í fyrstu. ,,Ég skil ekki af hverju þú myndir hitta mann og láta mynd á síðuna þína innan úr bílnum hans þegar hann á barn og fjölskyldu heima. Hann neitar að þekkja þig, hvað þá að hafa snert þig. Þú fylgist með færslunu mínum og hlýtur að hafa séð mig á leikjum eða að fagna afmæli barnsins okkar.“

Konan sem leikmaðurinn hélt framhjá með sagði maka hans þá frá því að þetta væri í annað skiptið sem þau hafi hisst. Í fyrra skiptið hafi hann sofið hjá annari konu. ,,Þess vegna hélt ég að hann væri á lausu,“ bætti hún við.

Kona leikmannsins þakkaði henni fyrir að láta sig vita af þessu.

,,Viðbörunarbjöllur hefðu átt að hringja þegar við hittumst. Bílstjórinn var með staðsetningu sem hann átti að skila mér á og upplýsingar um hvar hann ætti að leggja. Hann kom svo á Lamborghini og sagði ,,hoppaðu inn.“ Ég hef ekki verið með knattspyrnumanni áður svo ég veit ekki hvernig þetta virkar. Þegar ég horfi til baka var hann að passa sig á að það næðist ekki mynd af okkur.“

,,Eftir að við stunduðum kynlíf sagði hann ekki neitt eða afsakaði sig. Hann fór bara. Þá bjóst ég við því að hann hlyti að eiga kærustu og hafi því farið í flýti“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stendur fastur á sínu – Endurkoma Messi ómöguleg

Stendur fastur á sínu – Endurkoma Messi ómöguleg
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Skoða það alvarlega að fá Kane næsta sumar

Skoða það alvarlega að fá Kane næsta sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Liverpool að endurheimta lykilmanninn

Liverpool að endurheimta lykilmanninn
433Sport
Í gær

Heimir ætlar að setjast niður og ræða framhaldið – „Ekki í fjölmiðlum, bara ég og þeir“

Heimir ætlar að setjast niður og ræða framhaldið – „Ekki í fjölmiðlum, bara ég og þeir“
433Sport
Í gær

Donni verður aðstoðarmaður Davíðs Smára

Donni verður aðstoðarmaður Davíðs Smára
433Sport
Í gær

Tók upp myndband af mótmælum við flóttamönnum – Stálheppinn að missa ekki bílprófið

Tók upp myndband af mótmælum við flóttamönnum – Stálheppinn að missa ekki bílprófið
433Sport
Í gær

Heimir rifjaði upp vondar minningar með Íslandi eftir drátt gærdagsins

Heimir rifjaði upp vondar minningar með Íslandi eftir drátt gærdagsins