fbpx
Þriðjudagur 17.maí 2022
433Sport

Upplifði skelfilega tíma eftir að eiginmaðurinn tók eigið líf – ,,Ég veit ekki hvort ég sé búin að fyrirgefa honum en auðvitað langar mig það“

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 27. nóvember 2021 11:15

Louise Speed.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tíu ár eru síðan Gary Speed tók eigið líf. Speed var velskur knattspyrnumaður og síðar knattspyrnustjóri. Hann lék með Leeds, Everton, Newcastle, Bolton og Sheffield United á Englandi og lék 85 landsleiki fyrir Wales. Ekkja hans, Louise Speed, var í ítarlegu viðtali við Daily Mail í gær.

Speed var 42 ára gamall þegar hann tók eigið líf morguninn eftir að hafa farið út með vinum sínum. Hann var á þessum tíma landsliðsþjálfari Wales. Eftir erfiða tíma hefur Louise fundið leið til að halda áfram með lífið eftir sorgina.

,,Ég veit að þessi helgi er sérstök fyrir fólk því það eru tíu ár síðan. En hún er það ekki fyrir mig. Þetta er ekkert öðruvísi en síðustu níu ár. Ég minnist Gary alltaf á afmæli hans í september. Þá fæ ég mér drykk honum til heiðurs. Það er þá sem ég hugsa til og fagna Gary,“ sagði hún.

,,En þessi tími árs er öðruvísi. Ég þoli ekki nóvember. Mig langar að mánuðurinn klárist sem fyrst.“

Louise og Gary Speed fyrir þó nokkrum árum.

Loise er í dag 51 árs. Fyrstu tvö árin eftir andlát Gary voru henni virkilega erfið. Hún átti erfitt með að standa upp af sófanum. Hún drakk mikið á þeim tíma einnig. Louise hefur þó tekist að púsla lífi sínu aftur saman jafnóðum.

,,Ég var 41 árs þegar þetta gerðist og mér fannst ég svo ung til þess að verða ekkja,“ sagði hún. ,,Þetta var mjög óþægilegt. Þetta var eins og að vera stödd í verstu martröð sem hægt er að ímynda sér. Það voru engin svör og ekki gekk Gary aftur inn um dyrnar. Ekkert yrði venjulegt aftur.“

,,Ég dröslaðist í gegnum lífið, hélt mér rétt svo gangandi. Ég hefði tekið því að vera hver sem er nema ég sjálf í langan tíma. En nú eru liðin tíu ár. Þetta er klisja en tíminn græðir sár þó svo að það taki mörg ár. Ég hef lært að lífið getur orðið gott aftur, frábært meira að segja.“

,,Mér líður öðruvísi í eigin skinni. Ég hef enn fullt af tilfinningunum en þær eru ekki eins nálægt mer. Ég er ekkja Gary og ég get sagt það núna. Ég hugsa um hann á hverjum einasta degi.“

Gary skildi eftir sig tvo syni sem hann átti með Louise, þá Thomas og Edward. Báðir búa þeir í dag í Bandaríkjunum. Þeir upplifðu skiljanlega gríðarlega erfiðar tíma í kjölfar andláts föður þeirra.

,,Stundum sé ég ekki og hugsa hvað honum myndi finnast um það. Þetta eru yfirleitt góðar tilfinningar núna. Ég hef endurheimt sjálfa mig og strákarnir hafa fengið móður sína til baka. Mér fannst þeir hafa misst pabba sinn og hálfa mömmu sína á tímapunkti,“ sagði Louise.

,,Þetta var ekki sanngjarnt gagnvart þeim. Þeir höfðu tapað mér að svo stóru leyti líka. En þeir hafa fengið mig aftur núna.“

Louise ásamt sonum hennar og Gary, Thomas og Edward.

Louise finnst hún hafa tapað dýrmætum tíma sem átti að verða í hjónabandi hennar og Gary. Hann hafði lagt knattspyrnuskóna á hilluna og var orðinn knattspyrnustjóri velska landsliðsins. Það átti því að verða aðeins meiri tími fyrir líf utan vallar en áður.

,,Við fórum í páskafrí í fyrsta sinn í mars 2011. Við fórum til Egyptalands. Ég hélt að þetta yrði fyrsta ferðin af mörgum,“ sagði Louise.

,,Hann elskaði starfið hjá Wales en þetta var ekki alveg fullt starf. Það þýddi að við gátum planað aðeins og bókað fram í tímann. Ég var spennt. Gary dó sama ár.“

Loise vill fyrirgefa Gary fyrir að hafa farið frá þeim. Hún veit þó ekki hvort hún sé tilbúin til þess enn.

,,Ég spyr mig oft hvort ég geti það, sé búinn að því eða hvort ég muni gera það. Ég veit ekki. Ég hef upplifað hversu miklum sársoka hann olli hjá fjölskyldu og vinum, sérstaklega strákinum hans og mömmu sinni og pabba, ásamt mér. Hann skildi eftir stórt tím hjá okkur. Ég veit ekki hvort ég sé búin að fyrirgefa honum en auðvitað langar mig það.“

,,Ég var honum reið í langan tíma en það gerði mig líka sterkari. Þegar ég sleppti reiðinni fannst mér ég berskjölduð“

Loise segir að Gary hefði hjálpað hverjum þeim sem hefðu borið vandamál sín undir hann. Hann gerði það hins vegar ekki sjálfur.

,,Ef einhver í fótboltanum hefði borið vandamál sín undir hann þá hefði hann beint þeim í rétta átt. Hann gerði það hins vegar ekki sjálfur. Ég verð að ætla að hann hafi ekki viljað tala um eigin tilfinningar eða ekki getað það, hvað sem það nú var.“

,,Menningin í dag er þó öðruvísi og það er frábært. Ef einhver á við vandamál að stríða í búningsklefanum, eða hvaða karlmaður sem er, þá er það hægt. Karlmenn verða að tala um tilfinningar sínar.“

Loise hefur læst minninguna af því þegar hún kom að Gary látnum fyrir tíu árum langt aftan í hausnum á sér.

,,Ég reyni að fara ekki þangað. Ef ég gæti fengið sprautu sem myndi eyða einhverri sjón eða minningu út þá væri það þessi. Bara ef þetta gæti farið í burt.“

Hægt er að lesa viðtalið við Loise í heild sinni með því að smella hér. Þar er einnig rætt við syni Gary.

Gary Speed.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sara Björk fer frá Lyon í sumar

Sara Björk fer frá Lyon í sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Suarez á förum frá Atletico Madrid

Suarez á förum frá Atletico Madrid
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Enski boltinn: Meistaradeildardraumar Arsenal í hættu eftir tap gegn Newcastle

Enski boltinn: Meistaradeildardraumar Arsenal í hættu eftir tap gegn Newcastle
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Íslendingar í eldlínunni í Danmörku og Noregi

Íslendingar í eldlínunni í Danmörku og Noregi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Borussia Dortmund kaupir leikmann FH

Borussia Dortmund kaupir leikmann FH
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Brast í grát eftir að hafa tekist að uppfylla draum föður síns

Brast í grát eftir að hafa tekist að uppfylla draum föður síns
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hið minnsta tólf leikmenn fara frá United í sumar – Sjáðu listann

Hið minnsta tólf leikmenn fara frá United í sumar – Sjáðu listann