fbpx
Þriðjudagur 27.janúar 2026
433Sport

Leikmenn telja breytingar í vændum hjá Paris Saint-Germain

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 23. nóvember 2021 13:00

Ekki gott kvöld fyrir þessa þrjá. GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikmenn franska liðsins Paris Saint-Germain telja að nýr knattspyrnustjóri muni taka við liðinu á næstunni. Þetta herma heimildir Marca.

Mauricio Pochettino, núverandi knattspyrnustjóri liðsins, hefur verið orðaður við knattspyrnustjórastöðuna hjá Manchester United eftir að Ole Gunnar Solskjær var rekinn úr starfi.

Pochettino ku hafa mikinn áhuga á því að taka við stjórnartaumunum í Manchester og talið er að skipting gætu gengið í gegn fyrr en áætlað er. Í yfirlýsingu frá Manchester United eftir að Solskjær fékk sparkið kom fram að félagið hyggist ráða bráðabirgðastjóra út yfirstandandi tímabil og að framtíðar knattspyrnustjóri taki síðan við liðinu fyrir næsta tímabil.

Hlutirnir breytast hins vegar hratt í heimi knattspyrnunnar og nú kann það að fara svo að Zinedine Zidane verði ráðinn sem knattspyrnustjóri Paris Saint-Germain og að Pochettino fari þá yfir til Manchester United.

Stjörnuleikmenn Paris Saint Germain telja það liggja í loftinu að breyting verði á knattspyrnustjórastöðu félagsins á næstunni samkvæmt heimildum Marca.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Allar líkur á að Norðmaðurinn flytji frá Manchester til London á næstu dögum

Allar líkur á að Norðmaðurinn flytji frá Manchester til London á næstu dögum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Of margir skallaboltar áttu líklega stóran þátt í andláti hans

Of margir skallaboltar áttu líklega stóran þátt í andláti hans
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Wenger segir eitthvað sérstakt vera að gerast hjá United

Wenger segir eitthvað sérstakt vera að gerast hjá United
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Aftur komnir í umræðuna um Rashford fyrir sumarið

Aftur komnir í umræðuna um Rashford fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Terry skálaði fyrir tapi Arsenal á samfélagsmiðlum

Terry skálaði fyrir tapi Arsenal á samfélagsmiðlum