fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Óskar fær þrefalt hærri laun í Garðabæ en honum stóð til boða í Vesturbæ

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 17. nóvember 2021 11:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjarnan bauð Óskari Erni Haukssyni þrefalt hærir laun en KR, að auki fékk Óskar tveggja ára samning hjá Stjörnunni en KR var aðeins til í að bjóða Óskari eins árs samning. Óskar skrifaði undir hjá Stjörnunni í síðustu viku.

Rætt var um málið í sjónvarpsþætti 433 á Hringbraut í gær en samkvæmt heimildum þáttarins vildi KR lækka laun Óskars um meira en helming. Óskar er 37 ára gamall og er einn allra besti leikmaður í sögu KR.

„Óskar fær tilboð frá KR, formaðurinn fer í viðtal og maður heyrir að það er ekki að ganga upp. KR bauð honum árs samning en Stjarnan tveggja ára og þrefaldar hann í launum. Óskar er með barn og hann fær öruggan tveggja ára deal,“ sagði Benedikt Bóas Hinriksson blaðamaður á Fréttablaðinu í þættinum.

video
play-sharp-fill

Þannig var Stjarnan tilbúið að gera Óskari tilboð sem hann gat ekki hafnað á meðan KR virtist hafa lítinn áhuga á að halda í hann.

„Auðvitað skrifar hann undir, Óskar Örn er ekki venjulegur 37 ára maður. Hann hefur hugsað gríðarlega vel um sig, hann er að fara út úr þægindarammanum fyrir allan seðilinn. Fara í nýtt um hverfi, hann á að kenna ungum mönnum hvernig á að vinna. Mér líst rosalega vel á þetta.“

Talað hefur verið um kaldar kveðjur frá KR til Óskars sem átti ótrúlegan feril um langt skeið í Vesturbænum.

„Ég er ekki viss um að KR hafi viljað halda honum miðað við það sem maður er að heyra og sjá. Þetta er leikjahæsti og markahæsti leikmaðurinn, hann hefur skemmt okkur í tuttugur ár.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Karólína tjáir sig um sögusagnirnar og gefur sterkar vísbendingar

Karólína tjáir sig um sögusagnirnar og gefur sterkar vísbendingar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Samtal Liverpool við enska landsliðsmanninn heldur áfram í vikunni

Samtal Liverpool við enska landsliðsmanninn heldur áfram í vikunni
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Valinn besti leikmaður liðsins en vill nú fara – Alls ekki hrifinn af nýja stjóranum

Valinn besti leikmaður liðsins en vill nú fara – Alls ekki hrifinn af nýja stjóranum
433Sport
Í gær

Óttast ekki að missa sæti sitt ef Williams kemur í sumar

Óttast ekki að missa sæti sitt ef Williams kemur í sumar
Hide picture