Cristiano Ronaldo hefur verið dæmdur til þess að jafna hluta af húsi sínu í Portúgal við jörðu og taka í burtu tennisvöll sem hann hafði látið byggja.
Um er að ræða sumarhús í bænum Geres í norðurhluta Portúgals. Ekki er langt síðan að Ronaldo þurfti að rífa niður sólskála í penthouse íbúð sinni í Lisbon.
Ronaldo virðist ganga hart fram í framkvæmdum án þess að hafa leyfi til þeirra. Ronaldo hafði byggt við húsið þar sem starfsmenn hans áttu að dvelja.
Þarf hann að rífa þann hluta af húsinu niður og tennisvöllur sem stendur við fallegt vatn þarf einnig að fara.
Ronaldo mótmælir þessu ekki en hann á fjölda fallegra fasteigna í heimalandinu sem hann ætlar að nota meira þegar ferilinn er á enda.