fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Klopp ber Salah og Ronaldo saman fyrir stórleikinn

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 23. október 2021 10:30

Jurgen Klopp / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lengi hefur verið rifist um hvort að Cristiano Ronaldo eða Lionel Messi sé besti leikmaður í sögu fótboltans. Nýlega hefur Mohamed Salah verið með í umræðunni en hann hefur byrjað tímabilið með Liverpool af krafti.

Mohamed Salah hefur skorað 12 mörk í 11 leikjum í öllum keppnum fyrir Liverpool á þessu tímabili og sagði Jurgen Klopp að hann væri besti leikmaður í heimi í þessu formi.

„Hver er betri en hann? Við þurfum ekki að tala um hvað Messi og Ronaldo hafa gert fyrir fótboltann en akkúrat núna er Salah bestur,“ sagði Klopp í viðtali eftir 5-0 sigur Liverpool gegn Watford.

Erkifjendurnir Liverpool og Manchester United mætast um helgina og Klopp fann sig knúinn til þess að útskýra þessi ummæli betur.

„Afhverju þurfum við að bera þá saman, þeir eru báðir heimsklassa leikmenn. Vinstri fótur Salah er líklega betri en Ronaldo er betri í loftinu og með betri hægri fót. Báðir eru fljótir og elska að skora mörk.“

Salah og Ronaldo eru báðir tilnefndir til Ballon d´or þetta árið og eins og áður sagði þá mætast þeir á sunnudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tómt vesen á Ajax – Galatasaray tapaði óvænt

Tómt vesen á Ajax – Galatasaray tapaði óvænt
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Slagsmál í miðbænum vekja óhug – Sjáðu myndbandið

Slagsmál í miðbænum vekja óhug – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Líklegast sem stendur að United og Liverpool hafi ekki erindi sem erfiði

Líklegast sem stendur að United og Liverpool hafi ekki erindi sem erfiði
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Frank verður ekki rekinn en fólkið á bak við tjöldin hefur áhyggjur af þessu

Frank verður ekki rekinn en fólkið á bak við tjöldin hefur áhyggjur af þessu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arteta lofsyngur nýja manninn á bak við tjöldin

Arteta lofsyngur nýja manninn á bak við tjöldin
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið