fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Lúðvík kafaði ofan í málin í Garðabæ: „Held að prófessorinn sé ekki vinsæll í Mónakó“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 22. október 2021 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Af hverju fóru þið ekki í Óla Kristjáns?,“ sagði Hjörvar Hafliðason stjórnandi Dr. Football í þætti sínum í dag. Þjálfaramálin í Garðabæ voru þar til umræður en Lúðvík Jónasson fyrrum leikmaður Stjörnunnar var gestur þáttarins.

Stjarnan hafði rætt við Ólaf Jóhannesson og Heimi Hallgrímsson um að taka við liðinu áður en Ágúst Gylfason var ráðinn til starfa.

Lúðvík er ekki hrifinn af Ólafi Kristjánssyni sem er án starfs. Ólafur er eini þjálfarinn í sögunni sem unnið hefur titla fyrir Breiðablik, þá hefur hann starfað erlendis síðustu ár og náð fínum árangri.

„Ég held að prófessorinn (Ólafur Kristjánsson) sé ekki vinsæll í Mónakó. Ég held að hann henti ekki ,ég hef enga trú á honum sem þjálfara. Hann er fínn í sjónvarpinu, ég hef setið með honum á þjálfaranámskeiði. Það vellur upp úr honum vitleysan þar,“ sagði Lúðvík en Ólafur var síðast þjálfari FH hér á landi.

Viðræður Stjörnunnar og Heimis voru mikið í fréttum. „Ég held að það sé út af því að Heimir vill hafa klásúlu. Hann vill komast erlendis, þú getur ekki tekið þjálfara og svo fær Heimir starf. Svo fengi hann starf í mars, apríl eða maí. Korter í mót, það gengur ekki upp,“ sagði Lúðvík um stöðuna.

Þjálfaraleit Stjörnunnar var mikið í fréttum og margir voru orðaðir við starfið. „Það er ekkert mikið á markaðnum, Óli Kristjáns var þar. Jón Þór samdi við Vestra, ég held að Jón hafi verið ofarlega á blaði en þegar þeir voru í viðræðum við Heimi þá stökk hann á Vestra,“ sagði Lúðvík um Jón Þór Hauksson og aðra sem voru nefndir til sögunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur