fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Óvissa með framtíð Orra Hrafns

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 20. október 2021 16:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óvíst er hvort efnilegasti og besti leikmaður Fylkis, Orri Hrafn Kjartansson yfirgefi félagið nú í vetur. Fylkir féll úr efstu deild karla á síðustu leiktíð og verður í Lengjudeildinni á næsta ári.

Orri Hrafn var á sínu öðru tímabili með Fylki eftir að hafa komið heim úr atvinnumennsku. Hafði hann dvalið hjá hollenska félaginu Heerenveen í nokkur ár.

„Það er einhver áhugi en það hefur ekkert verið meira en það,“ sagði Hrafnkell Helgi Helgason úr stjórn knattspyrnudeildar Fylkis við 433.is í dag.

Samkvæmt heimildum 433.is er Orri Hrafn á óskalista Víkings, Breiðabliks, KR og fleiri liða sem hafa áhuga á að fá hann. Hefur það verið til umræður að lána Orra Hrafn í eitt ár frekar en að selja hann.

„Við eigum eftir að ræða þetta við hann, það er svona fyrsta skrefið í þessu,“ segir Hrafnkell.

Orri er 19 ára gamall en hann var einn af fáum ljósum punktum í leik Fylkis á liðnu tímabili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

PSG og Real bíða og vona að Arsenal nái ekki að semja við sinn besta varnarmann

PSG og Real bíða og vona að Arsenal nái ekki að semja við sinn besta varnarmann
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sterkt jafntefli í Lettlandi hjá ungum Akureyringum

Sterkt jafntefli í Lettlandi hjá ungum Akureyringum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Staðfesta meiðsli Trent en þarf að fara í frekari rannsóknir

Staðfesta meiðsli Trent en þarf að fara í frekari rannsóknir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Yfirmaður FBI mætti og svaraði fyrir málefni í þinginu – Bindið sem hann valdi vekur mikla athygli

Yfirmaður FBI mætti og svaraði fyrir málefni í þinginu – Bindið sem hann valdi vekur mikla athygli
433Sport
Í gær

Leikmenn United sagðir missa trúna á kerfi Amorim – Stjórnin telur úrslitin ekki fylgja frammistöðum

Leikmenn United sagðir missa trúna á kerfi Amorim – Stjórnin telur úrslitin ekki fylgja frammistöðum
433Sport
Í gær

Útskýrir nýja nálgun sína á leikdegi – Segir að þetta sé allt annað líf

Útskýrir nýja nálgun sína á leikdegi – Segir að þetta sé allt annað líf