fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Solskjær segir að blaðamenn hafi snúið út úr orðum sínum um Rashford

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 19. október 2021 12:54

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, byrjaði blaðamannafund sinn í dag fyrir leikinn mikilvæga gegn Atalanta í Meistaradeild Evrópu, með því að skamma blaðamenn sem þar voru mættir.

Athugasemdir sem Ole Gunnars Solskjær, knattspyrnustjóra Manchester United lét falla í garð Marcusar Rashford, eftir 4-2 tap liðsins gegn Leicester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina vöktu athygli og féllu í grýttan jarðveg hjá fólki sem hefur unnið náið með Rashford í gegnum tíðina.

,,Þið vitið hvað hann hefur gert utan vallar, hann hefur gert frábæra hluti. En nú er kannski kominn tími til fyrir hann að setja knattspyrnuna í forgang og einbeita sér að henni,“ var á meðal þess sem Solskjær sagði í viðtali eftir leik.

Blaðamenn túlkuðu þessi orð Solskjær þannig að hann vildi að Rashford, sem hefur verið ötull baráttumaður fyrir yngri kynslóðina í Bretlandi og vakið athygli á fátækt og hungursneyð, einbeitti sér frekar að knattspyrnuiðkun næstu vikurnar. Rashford hefur fengið fjölda viðurkenninga fyrir sín störf.

Á blaðamannafundinum í dag segir Solskjær að blaðamenn hafi snúið út úr orðum sínum. ,,Náum fílnum út úr herberginu. Við erum ótrúlega stolt af Rashford innan og utan vallar. Þið gerðuð fyrirsagnir út frá einni athugasemd minni. Mín meining var að hann ætti að einbeita sér að því að mæta til æfinga án þess að finna til í öxlinni eða bakinu,“ sagði Solskjær á blaðamannafundinum en Rashford var þar einnig með honum.

Rashford sneri aftur í leikmannahóp Manchester United um helgina eftir erfið axlarmeiðsli. Leikmaðurinn kom inn á í seinni hálfleik og  tókst meðal annars að skora seinna mark liðsins í tapinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ótrúleg dramatík í Skotlandi – Sjáðu öll glæsimörkin

Ótrúleg dramatík í Skotlandi – Sjáðu öll glæsimörkin
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skelfilegt mál skekur Ítalíu: Varð fyrir slysaskoti í hefndaraðgerð vegna kynlífsmyndbands – Ólögráða sonur glæpaforingja tók í gikkinn

Skelfilegt mál skekur Ítalíu: Varð fyrir slysaskoti í hefndaraðgerð vegna kynlífsmyndbands – Ólögráða sonur glæpaforingja tók í gikkinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Liðsfélagi Hákonar reyndist of dýr – Hjóla í skotmark City og Real í staðinn

Liðsfélagi Hákonar reyndist of dýr – Hjóla í skotmark City og Real í staðinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim vill sækja eitt mesta efni Portúgals – Gæti leyst stórt vandamál liðsins

Amorim vill sækja eitt mesta efni Portúgals – Gæti leyst stórt vandamál liðsins