Mohammed Bin Salman, krónprins Sádí-Arabíu og nýr eigandi Newcastle, er ekki hættur að versla sér knattspyrnufélög ef marka má frétt TNT í Brasilíu. Hann vill nú festa kaup á brasilíska félaginu Cruzeiro.
Opinber fjárfestingarsjóður Sádí-Arabíu, með Salman í fararbroddi, keypti Newcastle á dögunum fyrir 300 milljónir punda. Má ætla að peningum verði dælt í leikmenn og aðra þætti innan félagsins á næstu árum.
Sem fyrr segir vill Salman nú einnig eiganast Cruzeiro. Félagið er í fjárhagserfiðleikum um þessar mundir.
Salman er góður kunningi Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu. Það kann að vera ástæða þess að Salman vilji fjárfesta í knattspyrnunni í landinu.
Það kemur einnig fram að Krónprinsinn horfi til stærri félaga í Evrópu, til að mynda Inter á Ítalíu og Marseille í Frakklandi. Bæði félög eru einmitt í fjárhagserfiðleikum.