Bayern Munchen mætti í heimsókn til Bayer Leverkusen í þýsku Bundesligunni í dag. Gestirnir fóru með stórsigur af hólmi.
Robert Lewandowski kom Bayern yfir á 4. mínútu. Hann var svo búinn að tvöfalda forystuna eftir hálftíma leik.
Á 34. mínútu kom Thomas Muller Bayern í 0-3. Þá tók við þrigga mínútna kafli þar sem Serge Gnabry jók forskot gestanna í 0-5 með tveimur mörkum.
Patrik Schick klóraði í bakkann fyrir Leverkusen eftir tíu mínútur í seinni hálfleik. Fleiri mörk voru ekki skoruð. Lokatölur 1-5.
Bayern er á toppi deildarinnar með 19 stig eftir átta leiki. Leverkusen er í þriðja sæti með 16 stig, einnig eftir átta leiki.