fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433Sport

Víkingur bikarmeistari árið 2021 – Komu sér í sögubækurnar með sigrinum

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 16. október 2021 16:54

Mynd/valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur Reykjavík er bikarmeistari í knattspyrnu árið 2021. Liðið vann góðan sigur á ÍA í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli í dag. LIðið vann 3-0 sigur á Skagamönnum.

Leikurinn á Laugardalsvelli var mikil skemmtun, bæði innan vallar og í stúkunni. Víkingur tók völdin snemma leiks og á 18 mínútu var það Erlingur Agnarsson sem opnaði markareikninginn.

Undir lok fyrri hálfleiks var svo komið að Kára Árnasyni. Honum tókst að skalla knöttinn í netið af stuttu færi. Um var að ræða síðasta leik Kára á ferlinum en hann og Sölvi Geir Ottesen hafa nú lagt skóna á hilluna.

Síðari hálfleikurinn var nokkuð fjörlegur en það var eki fyrr en í uppbótartíma sem Helgi Guðjónsson innsiglaði 3-0 sigur liðsins.

Víkingur er fimmta félagið sem vinnur bæði Íslands og bikarmeistaratitil á sama ári. KR og ÍA hafa fjórum sinnum unnið þetta einstaka afrek.

ÍBV hefur einu seinni afrekað það og sömu sögu er að segja um Val. Víkingur hefur svo bæst við þennan fámenna hóp eftir daginn í dag.

Víkingur var ríkjandi bikarmeistari fyrir leikinn en liðið vann bikarinn árið 2019. Ekki var leikið til þrauta í bikarnum á síðasta ári vegna kórónuveirunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Dómsdagur eftir helgi og starfsöryggi lítið á Íslandi þetta haustið – Margir óttast örlög sín á meðan aðrir telja sig örugga í starfi

Dómsdagur eftir helgi og starfsöryggi lítið á Íslandi þetta haustið – Margir óttast örlög sín á meðan aðrir telja sig örugga í starfi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fékk ekki stöðuhækkun sem hún átti skilið – Var sagt að útlit hennar væri að skemma fyrir

Fékk ekki stöðuhækkun sem hún átti skilið – Var sagt að útlit hennar væri að skemma fyrir