Nú þegar að móti er formlega lokið er ljóst hvaða þrjú íslensk karlalið í fótbolta fá sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð.
Víkingur hreppti Íslands- og bikarmeistaratitilinn í ár, en þetta er í fyrsta sinn sem félagslið karla afrekar það síðan KR vann tvöfalt árið 2011.
Víkingur fer því sjálfkrafa í forkeppni Meistaradeildarinnar á næstu leiktíð. Breiðablik endaði tímabilið í 2. sæti og fer í forkeppni Sambandsdeildarinnar, ásamt KR-ingum sem luku tímabilinu í 3. sæti. Víkingur gerðu grönnum sínum í KR því greiða með sigrinum í kvöld því ef ÍA hefði unnið hefðu Skagamenn fengið Evrópsætið á kostnað KR-inga.
Ísland missti eitt af Evrópusætum sínum fyrir tímabilið vegna slaks árangurs í Evrópukeppnum undanfarin ár en áður fengu fjögur lið sæti í Evrópu.