fbpx
Þriðjudagur 19.október 2021
433Sport

Erkifjendur leigja saman einkaflugvél sem kostar margar milljónir

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 14. október 2021 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöldi liða í ensku úrvalsdeildinni hefur hópað sig saman til að leigja einkaflugvélar til að koma leikmönnum heim í tæka tíð fyrir helgina.

Leikið verður í Suður-Ameríku í kvöld en fjöldi leikmanna í ensku úrvalsdeildinni á svo leiki á laugardag.

Þannig munu Liveprool, Manchester City og United hafa sett saman í púkk til að leigja vél fyrir leikmenn sína hjá Brasilíu og Úrúgvæ. Liðin mætast í kvöld.

United er með Fred og Edinson Cavani í þeim leik, City er með Ederson og Gabriel Jesus. Þá er Liverpool með Alisson og Fabinho. Fara allir þessir sex menn saman í flugvél. Chelsea þarf svo að koma Thiago Silva heim og Aston Villa er með Douglas Luiz í leiknum.

Í heildina eru sextán leikmenn í Suður-Ameríku úr deildinni. Leikmenn Liverpool hafa aðeins 35 klukkutíma til að safna kröftum frá leik í Suður-Ameríku áður en liðið mætir Watford á laugardag. Óvíst er hvort þeir taki þátt í leiknum.

Liverpool: Fabinho, Alisson. Man City: Ederson, Gabriel Jesus. Man Utd: Edinson Cavani, Fred.

Aston Villa: Emi Martinez, Douglas Luiz. Chelsea: Thiago Silva. Leeds: Raphina.

Tottenham: Christian Romero, Giovani Lo Celso, Emerson Royal, Davinson Sanchez.

Newcastle: Miguel Almiron. Everton: Yerry Mina.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Óttast mótmæli er erkifjendurnir mætast á sunnudaginn – Brutu sér leið inn á Old Trafford síðast

Óttast mótmæli er erkifjendurnir mætast á sunnudaginn – Brutu sér leið inn á Old Trafford síðast
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Markvörður Norwich greinist með krabbamein

Markvörður Norwich greinist með krabbamein
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arnar lítið að hugsa um landsliðsþjálfarastarfið eða önnur störf – ,,Ég á margt eftir ólært“

Arnar lítið að hugsa um landsliðsþjálfarastarfið eða önnur störf – ,,Ég á margt eftir ólært“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Solskjær þarf ekki að hafa áhyggjur af því að verða rekinn

Solskjær þarf ekki að hafa áhyggjur af því að verða rekinn
433Sport
Í gær

Birti athyglisverða mynd sama dag og hún sakar eiginmanninn um framhjáhald – ,,Gleðidagur fyrir mig“

Birti athyglisverða mynd sama dag og hún sakar eiginmanninn um framhjáhald – ,,Gleðidagur fyrir mig“
433Sport
Í gær

Lið Viðars og Hólmars skildu jöfn – Gummi Tóta og félagar töpuðu í baráttunni um sæti í úrslitakeppni

Lið Viðars og Hólmars skildu jöfn – Gummi Tóta og félagar töpuðu í baráttunni um sæti í úrslitakeppni