fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Sonur Wayne Rooney skoraði fernu gegn Liverpool um helgina

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 4. október 2021 09:11

Wayne og Kai á rúntinum. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru kannski ekki ýkja mörg ár í það að stuðningsmenn Manchester United fari aftur að syngja um Rooney. Einn dáðasti sonur félagsinsa Wayne Rooney gerði það gott í mörg ár  hjá félaginu.

Nú er Kai Rooney í herbúðum félagsins en drengurinn er þó aðeins 11 ára gamall. Drengurinn reimaði á sig markaskóna þegar United og Liverpool mættust um helgina.

Um var að ræða leik milli U12 ára liða félaganna, Liverpool vann 5-4 sigur á United. Kai labbaði hins vegar sáttur frá borði enda skoraði hann öll fjögur mörk United.

Kai er stuðningsmaður Everton og Manchester United sem eru erkifjendur Liverpool, sökum þess var guttinn sáttur þrátt fyrir tap.

Hann birti mynd á samfélagsmiðlum þar sem hann segir frá mörkunum sínum. Wayne Rooney faðir hans er í dag stjóri Derby.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina