Laugardagur 06.mars 2021
433Sport

Urðu fyrir kynþáttaníði eftir tap United – Varnarmaðurinn eyddi Twitter síðu sinni

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 28. janúar 2021 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anthony Martial og Axel Tuanzebe urðu fyrir kynþáttaníði á samfélagsmiðlum í gær. Manchester United mistókst að endurheimta toppsæti deildarinnar og tapaði óvænt fyrir Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í gær. Kean Bryan kom Sheffield United yfir með marki á 23. mínútu eftir stoðsendingu frá John Fleck.

Harry Maguire, jafnaði leikinn fyrir Manchester United með marki á 64. mínútu eftir stoðsendingu frá Alex Telles. Leikmenn Sheffield United neituðu hins vegar að leggja árar í bát. Oliver Burke tryggði liðinu sigur með marki á 74. mínútu eftir stoðsendingu frá John Lundstram.

Heldur betur óvæntur sigur Sheffield sem er eftir leikinn í neðsta sæti deildarinnar með 8 stig. Manchester United er í 2. sæti með 40 stig.

Eftir leik fengu Martial og Tuanzebe ljót og niðrandi skilaboð um hörundslit sinn, svo ljót voru skilaboðin að Tuanzebe sem byrjaði leikinn í hjarta varnarinnar eyddi Twitter síðu sinni.

Kynþáttaníð á samfélagsmiðlum kemur ítrekað upp þegar kappleikir eiga sér stað, margir leikmenn hafa gripið til þess ráðs að eyða síðunum sínum til að sjá ekki viðbjóðinn.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sturluð samsæriskenning – Eru stjörnur Liverpool í hatrömu stríði?

Sturluð samsæriskenning – Eru stjörnur Liverpool í hatrömu stríði?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Leitar að manninum sem lekur öllu í fjölmiðla – Allt sauð upp úr fyrr í vikunni

Leitar að manninum sem lekur öllu í fjölmiðla – Allt sauð upp úr fyrr í vikunni
433Sport
Í gær

Lærlingurinn heimsækir læriföðurinn í kvöld – Svona hefur þeim vegnað hingað til

Lærlingurinn heimsækir læriföðurinn í kvöld – Svona hefur þeim vegnað hingað til
433Sport
Í gær

Líkleg byrjunarlið í stórleiknum á Anfield í kvöld

Líkleg byrjunarlið í stórleiknum á Anfield í kvöld