fbpx
Fimmtudagur 21.janúar 2021
433Sport

Málefni Rúnar Alex á forsíðum enskra blaða – The Sun kallar hann óheppna markvörðinn

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 12. janúar 2021 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Arsenal reynir að losa sig við markvörðinn, Rúnar Alex Rúnarsson aðeins fjórum mánuðum eftir að hafa fengið hann,“ segir í fyrirsögn Metro um stöðu Rúnars Alex Rúnarssonar hjá Arsenal.

Sagt var frá því í The Athletic í gær að Arsenal myndi vilja lána Rúnar Alex í neðri deild Englands eða til liðs í Evrópu. Arsenal leitar að markverði til að keppa við Bernd Leno, David Ornstein segir að Arsenal hafi alltaf hugsað um Rúnar sem þriðja kost sinn í markið.

Meira:
Var ekki í plönum Arsenal að Rúnar Alex myndi spila svona mikið – Má líklega fara í janúar

Rúnar var keyptur til Arsenal síðasta sumar frá Dijon, eftir fína byrjun í Evrópudeildinni gerði Rúnar Alex mistök í deildarbikarnum gegn Manchester City. Þau mistök hanga eins og skuggi yfir honum þegar ensk blöð fjalla um málefni hans.

„Arsenal er til í að losa sig við óheppna markvörðinn, Alex Rúnarsson eftir aðeins fjóra mánuði,“ segir í fyrirsögn The Sun.

Mikel Arteta hefur sagt frá því að Arsenal sé að skoða það að fá inn markvörð en segir enga ákvörðun hafa verið tekna um Rúnar Alex. „Við höfum ekki tekið neina ákvörðun um Rúnar Alex, við verðum að taka ákvörðun um hvað við viljum gera,“ sagði Arteta.

Arsenal mun hins vegar ekki losa sig við Rúnar Alex nema félaginu takist að festa kaup á nýjum markverði.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Wenger fer fögrum orðum um Özil – Segir stutt í að hann sýni sitt besta

Wenger fer fögrum orðum um Özil – Segir stutt í að hann sýni sitt besta
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Endalok Juan Mata í Manchester nálgast

Endalok Juan Mata í Manchester nálgast
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þarf að borga yfir 3 milljónir í tryggingu á ári – Stútaði 40 milljóna króna bíl í jólabúning

Þarf að borga yfir 3 milljónir í tryggingu á ári – Stútaði 40 milljóna króna bíl í jólabúning
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Chelsea horfir fyrst og síðast til Þýskalands – Þrjú nöfn á blaði

Chelsea horfir fyrst og síðast til Þýskalands – Þrjú nöfn á blaði
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hvað gerir Kolbeinn Sigþórsson?

Hvað gerir Kolbeinn Sigþórsson?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Yfirgnæfandi líkur á að Lampard verði næstur til að verða rekinn

Yfirgnæfandi líkur á að Lampard verði næstur til að verða rekinn